Gömlu mennirnir mæta til leiks
23.6.2012 | 00:00
Þeir Sigurður Bragi og Ísak hafa ákveðið að taka þátt í næstu keppni sem fer fram eftir slétta viku. Því ber að fagna að svona góðir ökumenn ákveða að mæta til leiks, þó gamlir séu .
Bíllinn sem þeir aka er sá sami og þeir hafa ekið frá árinu 2006, MMC Lancer Evo 7. Mjög öflugur bíll og hafa þeir sigrað ansi mörg röll á honum. Til að mynda sigruðu þeir Skagafjarðarallið og Rally Reykjavík í fyrra.
Síðasti Íslandsmeistaratitill þeirra var árið 2008 en þeir hafa ekki keppt heilt keppnistímabil síðan þá. Þeir félagar urðu einnig Íslandsmeistarar árið 2005 en þurftu ekki að hafa eins mikið fyrir titlinum þá eins og árið 2008. Gaman er að segja frá því að Sigurður Bragi byrjaði að keppa um miðjan níunda áratuginn og Ísak um miðjan tíunda áratuginn. Þessir kappar þekkja því öll trixin í bókinni og gott betur!
BÍKR www.bikr.is sem heldur keppnina gaf út í kvöld leiðarlýsingu og mun keppnin fara fram að stórum hluta á Kaldadal. Það verður gaman að sjá hvort þeir félagar Siggi og Ísak bæti tímann sinn frá í fyrra á Kaldadal sem var 21:45 frá Húsafelli. Besta tímann á þeirri leið frá árinu 2008 eiga systkinin Daníel og Ásta eða 20:10.
Mynd: Sigurður og Ísak á Snæfellsnesi 2008 - Ljósmyndari Gerða
Athugasemdir
Reyndar á Sigurður Bragi metið 19:40 á Ford Focus WRC
Guðmundur Höskuldsson (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 00:36
Já einmitt gummi. Ég vissi bara ekki hvaða tíma hann náði en man vel eftir þessu. Þessi tími verður seint sleginn held eg.
Dóri (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.