Miðsumars rally fer fram í kvöld og nótt
29.6.2012 | 13:50
Miðsumars rally BÍKR fer fram í kvöld og nótt. Fimm sérleiðir verða eknar og tvær þeirra eru um eina erfiðustu en jafnframt ein af skemmtilegustu leiðum um Kaldadal, sú leið er 39 km og reynir mikð á ökumenn og bíla.
Hvet áhugamenn um rally og annað mótorsport að gera sér ferð t.d. uppá Kaldadal í kvöld og horfa á skemmtilega rallýkeppni sem er í vændum!
13 áhafnir voru skráðar til leiks en því miður er ein áhöfn sem forfallast, það er þeir Jóhannes og Björgvin. Jóhannes hefur verið bakveikur undanfarin ár og er því miður ekki í standi til að aka að þessu sinni. Enda er kannski Kaldidalur ekki besta leiðin til að ralla fyrir menn sem eru bakveikir.
Fyrsta sérleiðin í kvöld liggur um Kaldadal og svo aka ökumennirnir nýja og skemmtilega leið um Surtshelli, sú leið er ekin fram og til baka. Sérleið 4 er Kaldidalur til baka, síðasta og fimmta sérleiðin er um Uxahryggi. Tímamaster keppninnar er að finna inná www.bikr.is . Vil benda fólki á að leiðin um Kaldadal lokar kl. 22:15 og fyrsti bíll ræsir klukkutíma seinna eða 23:15. Umfjöllun um rallið kemur um hadegisbilið á morgun.
Mynd: Hilmar og Dagbjört leiða Íslandsmótið með fullt hús stiga eftir tvær keppnir. Sigrar parið þriðja rallið í röð eða koma fyrrum Íslandmeistarar í veg fyrir það þeir Sigurður Bragi og Ísak ?.
Athugasemdir
Verdur gaman og forvitnilegt ad sjá min spá: 1.siggi b. 2. Himmi 3. Eyjó, 4.gummi hösk, annad órádid. Hvad heldur thu dóri?
Oli thor (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 15:39
Já þetta verður spennandi! Þetta getur farið allavega. Eigum við ekki að segja bara, 1. Himmi, 2. Eyjó, 3. Siggi b, 4. Gummi h, 5. Gummi S . Veit ekki með rest en þetta er notturlega bara spá og það kæmir mér ekki á óvart að við ættum eftir að sjá óvæntan sigurvegara ....
Heimir og Halldór Jónssynir, 29.6.2012 kl. 16:01
Já, thad getur munad heilu og hálfu minutunum a milli manna a thessari leid tho ad ekkert komi uppá. Eyjó er grimmur og eg tel ad hann verdi nalægt himma.
Oli thor (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.