Íslandsmótið í rallakstri - Skagafjarðarrallið næstu helgi

Eyjó og Dóri 200717 áhafnir eru skráðar til leiks í fjórðu umferð Íslandsmótsins í rallakstri. Rallið um næstkomandi helgi er hið árlega Skagafjarðarall sem er haldið af Bílaklúbbi Skagafjarðar www.bks.is .

Keppnin verður örugglega mjög skemmtilegt og spennandi en BS menn fá mikið hrós fyrir mjög vel upp sett rall. Nokkrar nýjar leiðar verða eknar að þessu sinni en Þverárfjall er komin inn aftur. Sú leið hefur ekki verið ekin síðan árið 2001 og er gríðalega skemmtileg. Greinilega mikil vinna lögð í þetta hjá norðan mönnum sem er gaman að sjá!

Keppnin byrjar á föstudagskvöld með sex sérleiðum og heldur áfram á laugardag. Rásröð rallsins hér http://www.bks.is/stuff/Rasrod2012.pdf og tímamaster http://www.bks.is/stuff/Timamaster2012_2.pdf

Ehrally.blog.is verður því miður ekki á staðanum að þessu sinni en ætla að reyna að henda inn smá frétt um rallið þegar því lýkur.

Mynd: Úr Skagafjarðarralli 2007. Eins og sést er oft ryk á hinni krefjandi en skemmtilegu leið um Mælifellsdal. Ljósmyndari Gerða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er mega spenntur.

Veistu Dóri hvað Þverárfjallið var langt þegar það var keyrt síðast? Núna eru keyrðir 7,7km.

Óli Þór (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 15:13

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Sæll Óli.

Man það ekki alveg en mig minnir að það hafi verið nálægt 15 km. Þá var fjallið ekið fjórum sinnum og Mælifellsdalur en ekki eins langur og ekið er í dag, bæði stardað seinna og flaggað út mun fyrr.

Svona til gamans þá vorum Hlölli og ég í miklum slag í skagafjarðarrallinu 2001 og sigruðum að sjáflsögðu nýliðaflokkinn , sem var svipað stór þá og non turbo er í dag..

Heimir og Halldór Jónssynir, 23.7.2012 kl. 20:35

3 identicon

Þetta verður bara gaman, Það voru 3 non turbo bílar í Skagafirði í fyrra.

Óli Þór (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband