Dramatíkskur sigur Guðmundar og Ólafs í Skagafirði

Gummi og ÓliFjórða umferð Íslandsmótsins í rallakstri lauk í Skagafirði í dag. 17 áhafnir hófu leik en aðeins 10 komust í endamark. Íslandsmótið opnaðist heldur betur uppá gátt eftir þessa keppni og ekki í fyrsta sinn sem það gerist í Skagafirði.

Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Þór gerðu sér lítið fyrir og sigruðu rallið en kannski má segja að þeir hafi stolið sigrinum því þeir skutust uppí 1. sæti á næstsíðustu leið. Sigurður Bragi og Ísak voru í forustu allt rallið en á næstsíðustu leið féllu þeir úr keppni eftir að fimm felguboltar brotnuðu og dekkið undan og þeirra þátttöku lauk á leiðlegan hátt. Verulega svekkjandi fyrir þá félaga.

Eins og áður sagði voru það Guðmudur og Ólafur sem sigruðu og óskar Ehrally.blog.is þeim til hamingju með þeirra fyrsta sigur í heildakeppni í rallakstri. Þeir félagar óku mjög vel alla keppnina og tóku til að mynda frábæran tíma á Mælifellsdal niðureftir sem er 25 km leið. Þeir sigruðu líka non turbo flokkinn og leiða Íslandsmótið þar. Með sigrinum er Guðmundur komin í forustu í heildarkeppninni hjá ökumönnum en Ólafur er í 2. sæti þar en hann fór ekki með Guðmundi í þriðja rall sumarsins.

Baldur Har og AlliBaldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson lentu í 2. sæti í heildarkeppninni og í non turbo. Baldur sem var á heimavelli í þessari keppni sýndi flottan akstur og eiga þeir félagar fína möguleika á að verða Íslandsmeistarar í sínum flokki. Ein keppni er eftir og gefur hún tvöfald vægi. Síðasta rallið er í september sem er Rally Reykjavík.

3. sæti féll í skaut þeirra Jóns Bjarna og Halldórs Vilbergs. Þeir voru 1 mín og 2 sekúndum á eftir 1. sæti. Jón hefur ekkert ekið í ár en hann er Íslandsmeistari 2009 og 2010. Þeir félagar óku Jeep Cherokee og sýndu þeir oft á tíðum flott tilþrif. Gaman væri að sjá þá mæta í Rally Reykjavík í haust en það stefnir í mikla þátttöku í jeppaflokki í því ralli.

Katarínus og Ívar Örn gerðu vel og lentu í 4. sæti á Mözdu en þetta er fyrsta keppni í ár sem þeir ná að klára. Þeir lentu janframt í 3. sæti í non turbo flokki. Heimamennirnir Þórður og Björn Ingi náðu 5. sæti og því 4. í non turbo flokki.

Himmi pg DagbjörtParið sem leiddi Íslandsmótið fyrir þessa keppni, þau Hilmar B og Dagbjört Rún, féllu úr leik í gær en komu inní rallið í morgun. Þau náðu að klára en rétt misstu af stigasæti en aðeins vantaði eitt sæti uppá að þau fengju eitt stig.

Dagbjört leiðir reyndar Íslandsmótið hjá aðstoðarökumönnum með fjögra stiga forskot á Ólaf Þór en Hilmar er einu stigi á eftir Guðmundi hjá ökumönnum. Það er alveg ljóst að baráttan í síðasta rallinu verður gríðarleg. Gaman að baráttan um titilinn sé fram í síðustu keppni sem fer fram í september og er jafnframt stærsta keppni ársins.

Lokastöðuna í rallinu er að finna inná www.bks.is . Gaman væri að sjá sem flesta mæta í síðustu rallkeppni ársins því nóg er til að rallbílum hér á landi. 

Myndir teknar úr fyrsta rallinu í vor af Ehrally.blog.is . Efsta mynd - Guðmudur og Ólafur - Miðju mynd Baldur Haralds og Aðalsteinn - Neðsta mynd Hilmar og Dagbjört.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ótrúlega flott rall og vel upp sett að öllu leiti, starfsmenn og uppsetning algjörlega til fyrirmyndar.

Mjög skemmtilegar leiðir, hratt, gróft, fínt, möl, malbik og allur pakkinn.

Óli Þór (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband