Sigurðarbörn mæta í Rally Reykjavík
9.8.2012 | 22:30
Fullt af slúðri er í gangi þessa dagana um það hverjir ætla að mæta í Rally Reykjavík og það lítur út fyrir mjög góða þátttöku í síðasta og stærsta ralli ársins. Mörg þekkt nöfn rallara sem ekki hafa verið með í sumar hafa meðal annars komið fram í umræðunni.
Þrjú þeirra nafna eru Sigurðarbörnin þau Daníel, Ásta og Marian. Sagan segir að á þeirra vegum muni koma fjórir bílar í rallið. Á þeim verða tvær erlendar og tvær íslenskar áhafnir og líklega verður annar ökmaðurinn af erlendu áhöfnunum enginn annar en Stuart Jones sem sigraði Rally Reykjavík árið 2009.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mikil gleðitíðindi þetta eru því þessi systkinin hafa verið afar sigursæl hér á landi. Þá hefur Daníel verði okkar fremsti ökumaður um nokkur ára skeið og einnig náð góðum árangir í Bretlandi með systur sinni. Eins og allir vita urðu Daníel og Ásta Íslandsmeistarar árið 2006 og 2007 með miklu yfirburðum.
Fréttir herma að fleiri erlendar áhafnir muni koma fyrir utan þær sem að framan greinir. Þar má fremstan nefna Drew Bowler en hann mun koma til með að keppa í jeppaflokki.
Hér með skora ég á íslenska ökumenn sem eiga rallýbíla heima í skúr að mæta til leiks í Rally Reykjavík. Þessi keppni hefur uppá allt að bjóða og allt stefnir í hörku keppni á virkilega skemmtilegum leiðum. Meðal leiða sem nú verða eknar aftur eftir nokkur ára hlé eru Hekla 32km og Stöng í Þjórsárdal 10km, báðar gríðarlega skemmtilegar leiðar. Upplýsingar um rallið er að finna inná www.rallyreykjavik.net . Minnum á könnun hér til hægri á síðunni.
Mynd: Systkinin Ásta, Danni og Marri með son sinni á góðri stundu - Ljósmyndari Gerða.
Athugasemdir
Líst ótrúlega vel á þetta rall, og stefnir í nokkuð góða mætingu.... Get ekki beðið.
Andri McKinstry (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.