18 dagar í Rally Reykjavík
19.8.2012 | 20:35
Aðeins eru 18 dagar í að Rally Reykjavík byrji. Rallið er nú haldið í þrítugasta og þriðja sinn og er þessi keppni langstæðsta rallkeppin sem er haldin hér á landi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna inná www.rallyreykjavik.net .
Af okkur bræðrum er það að frétta að búið er að prufakeyra bílinn aðeins og kom það mjög vel út. Eyjó fór með okkur og gaf Heimi nokkrar góða punkta sem munu koma sér vel. Einnig leyst Dóra vel á Heimi undir stýri og þetta á bara eftir að verða skemmtilegt hjá okkur. Nú er bíllinn kominn inní skúr aftur og verður tekin í smá yfirhalningu og allt ætti að vera í toppstandi þegar keppnin hefst.
Hér að neðan eru klippur Rally Reykjavík 2010 sem var sýnt á Motors Tv, sem er ein stæðsta Mótorsportstöð í heiminum. Gaman að segja frá því að Elvar Örn Reynisson tók upp þetta myndefni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.