Degi tvö lokið
29.8.2014 | 23:50
Dagur tvö að kveldi kominn. Staðan eftir daginn er þannig að strákarnir leiða jeppaflokkinn með rúmlega tveggja og hálfs mínútu forskoti á næsta bíl og eru í 11. sæti yfir heildina.
Dagurinn tók töluvert á þar sem þeir lentu í að sprengja tvö dekk og keyrðu síðan bremsulausir nánast allan Dómadal, rétt um 23 kílómetra. En þrátt fyrir allt skiluðu þeir sér í park ferme í kvöld sem skiptir náttúrlega mestu.
Dómnefnd hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um hvort að leiðin um Áfangagil gildi þar sem nokkrar áhafnir óku vitlausa leið og hefur leiðin verið kærð og bíður úrskurðar. Fari svo að leiðin verði tekin gild munu strákarnir mögulega fara upp um tvð til þrjú sæti þar sem að þeir voru með mjög góðan tíma á þeirri leið og fóru rétta leið Það skýrist vonandi strax í fyrramálið.
Ennþá er samt heill dagur eftir og margt getur gerst þar sem enn eru eftir sjö sérleiðar og þeirra á meðal erfið og skemmtileg leið um Kaldadal.
Yfir og út
PACTA Rallyteam
Mynd: Halldór Björnsson tekið á Dómadal í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.