Íslandsmeistarinn í ralli keppir í Bresku meistarakeppninni

EVO 7.Danni

Daníel Sigurðsson Íslandsmeistarinn í ralli hefur verið að reyna sig á erlendri grundu upp á síðkastið.Hann hefur verið að keppa í bresku meistarakeppninni.Í síðustu keppni sem fór fram 2 Júní var Ásta systir Danna aðstoðarökumaður hjá honum hún er það líka hér heima hún er aðeins á 17 aldursári,annars hefur Ísak Guðjónsson verið aðstoðarökumaður hjá honum þarna úti í hin skiptin.

Árangur þeirra hefur verið frábær,í síðustu keppni hjá Danna og Ástu gekk mjög vel þrátt fyrir smá óhöpp á fyrstu leið fóru þau útaf og bíllinn fór á hliðina,þau töpuðu eitthvað á þessu,á annari leið var bíllinn alltaf að festast í botni.Þegar 3 leiðar voru búnar voru þau í 19.Sæti í keppninni og 12. Sæti í EVO-keppninni.Þau kláruðu rallið og gott betur en það í 16 sæti yfir heildina og í 8 í EVO-meistarakeppninni.Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur en bílarnir í EVO keppninni eru mun dýrari en þeirra og að sjálfsögðu betri búnaður í þeim fyrir vikið,en þau eru nú samt að taka betri tíma heldur en margir þeirra.

Það er alveg ljóst að Danni á heima þarna úti,en næsta keppni fer fram 21 Júlí(sama dag og rallið fyrir norðan).En Danni býst við að keppa í Bretlandi.Þau ætla að reyna að keppa á næsta ári á öllu tímabilinu í Bretlandi,og þá á samkeppnishæfum bíl.En báðir bílarnir sem þau keppa á hér heima og úti eru báðir til sölu,til að fjármagna Mistubishi EVO 9.

 

Ég væri rosalega til í að sjá Danna keppa á EVO 9 við þessa kalla þarna úti og ég veit að árangurinn mundi ekki láta á sér standa.Danni er líka mikil fyrirmynd út á við,og alltaf tilbúin að hjálpa öðrum að koma sér á framfæri.Það mættu margir íþróttamenn taka hann sér til fyrirmyndar.Áfram Danni og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband