Skagamenn fá HK í heimsókn
26.7.2007 | 16:43
Í kvöld kl 19:15 taka ÍA á móti nýliðum HK.Þetta er leikur í 11.umferð,Skagamenn hafa aðeins tapað einum leik á heimavelli í sumar og var það í 1.umferð á móti FH.Vonandi landa þeir 3 stigum í kvöld á Akranesvelli,með sigri í kvöld fer ÍA upp að hlið Keflvíkinga en þeir eiga leik inni gegn FH á laugardaginn.Þetta verður hörkuleikur í kvöld og hvet ég alla til að fjölmenna á völlinn,allavega verð ég mættur,það verður gaman að sjá Árna Thor mæta sínum gömlu félögum en hann var í leikbanni í fyrri leiknum,einnig gaman að segja frá því að Gunnar þjálfari HK er bróðir Árna Thors.ALLIR á völlinn í kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.