Einn sigur og eitt tap

Það verða Snæfell og Skallagrímur sem keppa til úrslita á Greifa og Kaupþingsmótinu í körfubolta,8 lið taka þátt í þessu móti og var þeim skipt í tvo riðla,úrslitaleikirnir fara fram á morgun en í dag lauk riðlakeppninni,mínir menn í Breiðablik spiluðu við Tindastól í morgun og sigruðu 78-74 en stólarnir spila í úrvalsdeild eftir hádegi spiluðu þeir við Snæfell og var tap staðreynd 77-65 í gær töpuðu þeir fyrir Íslandsmeisturum KR 93-82,Breiðablik spilar um 5-6 sæti við heimamenn í Þór ak kl.9:00 í fyrramálið.Það eru ekki nema 4 vikur í að Íslandsmótið hefjist í körfunni,blikarnir hafa verið að spila mikið af æfingaleikjum við úrvalsdeildarliðin og það á eftir að hjálpa liðinu í vetur,einnig tel ég liðið það sterkt að það verður slys ef við förum ekki upp í vor,áfram Breiðablik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eru stólarnir að fara að spila í úrvalsdeild eftir hádegi? það er brjálað að gera hjá þeim. 

Stebbi manager (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband