Daníel og Ásta að keppa í Bretlandi(uppfært)
6.10.2007 | 10:25
Íslandsmeistararnir í ralli Daníel og Ásta Sigurðarbörn eru núna að keppa út í Bretlandi,hægt er að fylgjast með hér www.rallyyorkshire.co.uk , þau náðu 14 besta tíma á fyrstu leið frábært hjá þeim,besti tíminn á leiðinni var 12:28 mín en tími Danna og Ástu var 13:39,ég mun halda áfram að fylgjast með þeim og gefa þeim góða strauma.Ásta er 18 ára í dag til hamingju með daginn stelpa
Sérleið 2.13 besti tími hjá þeim,tími þeirra 8:35mín.
Sérleið 3.15 besti tími þau eru að standa sig mjög vel,tími þeirra 7:16 á þessari leið.
Sérleið 4.17 besti tími,þau er í 13 sæti yfir heildina og í 8 sæti í EVO-Challenge keppninni,þau er að standa sig frábærlega,núna er hádegishlé í rallinu
Sérleið 5.Sem var innanbæjarleið,systkinin þar með 13 besta tíman.
Sérleið 6.Lengsta sérleið rallsins og Danni og Ásta náðu 13 besta tíma á þessari leið,þau eru nú stödd í 10 sæti yfir heildina,og í 7 sæti í EVO-Challenge keppninni,þetta er auðvita frábær árangur það sem af er.
Sérleið 7.Eitthvað hefur komið fyrir hjá þeim systkinum,því þau voru með 28 besta tíman á þessari leið,þau eru dottin niður í 15 sæti yfir heildina en við skulum vona að bíllinn sé í lagi svo þú geti haldið áfram,4 sérleiðar eru eftir.
Sérleið 8.23 besti tími og eru í 17 sæti yfir heildina,það er greinilegt að eitthvað er að hjá þeim,miða við hvað gekk vel á fyrstu sex leiðunum,en ég vona auðvita það besta,3 sérleiðar eru eftir baráttukveðjur.
Sérleið 9.11 besti tími á þessari leið,þau eru fallin niður í 20 sæti yfir heildina,þau virðast hafa fengið 5 mínútur og 50 sek í refsingu.
Sérleið 10.Aftur með 11 besta tíman,þau eru komin upp í 17 sæti yfir heildina og ein leið eftir.
Sérleið 11.Sem var síðasta sérleið rallsins þau voru með 10 besta tíman á þessari leið og kláruðu rallið í 15 sæti og í 10 sæti í EVO-Challenge keppninni,þau geta verið stolt af þessum árangri því þau lentu greinlega í basli á sjöundu leið og fengu mikla refsingu,til hamingju með fínan árangur í þessari keppni,svo koma betri fréttir af gengi þeirra í þessu ralli í kvöld eða morgun inná www.hipporace.blog.is .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.