Daníel og Ásta kláruðu í 15.sæti og 6.sæti í EVO-Challenge

_r_bordercountie_030[1]Daníel og Ásta Sigurðarbörn kepptu í Bresku meistarakeppninni í rallakstri í dag.Þau byrjuðu rosalega vel og í hádegishléinu þegar fjórar leiðar voru búnar voru þau stödd í 13.sæti og í 8 sæti í EVO-Challenge keppninni.Eftir sérleið 6 sem var lengsta leið rallsins voru þau komin í 10 sæti yfir heildina og í 7.sæti í EVO-Challenge keppninni.

En á á ferjuleið milli leiða 6 og 7 brotnaði spyrna í bílnumAngry og þau urðu að aka sérleið 7 og 8 með brotna spyrnu,það er gríðarlega erfitt en þeim tókst að klára þessar tvær leiðar,auk þess fengu þau 6 mínútur í refsingu og núna voru þau fallinn niður í 20.sæti í keppninni.

Þegar þrjár leiðar voru eftir fengu þau service,og bílinn í góðu standi fyrir þrjár síðustu sérleiðarnar og það sást á tímunum,á leið 9 og 10 voru þau með 11.besta tíman og á síðustu leiðinni náðu þau 10.besta tíma.

Þau kláruðu rallið sem er frábært hjá þeim,enduðu í 15.sæti yfir heildina og í 6.sæti í EVO-Challenge  keppninni.Þau sýndu og sönnuð að þau eiga fullt erindi þarna úti,því framan voru þau að taka mun betri tíma en bílar sem eru töluvert dýrari og betri fyrir vikið en þeirra bíll.Þau hafa sett stefnuna á að keppa í öllum keppnum í Bretlandi á næsta ári,þá á samkeppnishæfum bíl ég þori að veðja að þau mundu vera í topp 5 með samkeppnishæfan bíl,Áfram Daníel og Ásta.

Heimasíða Danna og Ástu hér www.hipporace.blog.is .

                  Danni og Ásta á fullri ferð í Yorkshire rallinu.Mynd ianhardy.net

trackrod_rally_2007_0422[1]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband