Eyjólfur í hvaða heimi ertu
17.10.2007 | 21:12
Þessi úrslit í kvöld eru lélegustu úrslit Íslands í MÖRG ár.Ég veit ekki í hvaða heimi Eyjólfur er,hann segist ekki vera kominn í þrot með liðið ég held að hann sé ekki alveg með,fá á sig 7.mörk í tveimur leikjum á móti þjóðum sem Ísland á að vinna nokkuð auðveldlega,þetta er algjör skandall.
Mér fannst spurningar hjá Gumma Ben á sýn eftir leik mjög góðar,en svörin sem komu frá landsliðsþjálfaranum og fyrirliðanum voru hreint út sagt grín,engin almennileg svör komu frá þeim töluðu bara í hringi.Lið sem mætir vel undirbúið eins og Eyjólfur sagði að Ísland hafi gert,tapar ekki 3-0 fyrir Liechtenstein.Ég persónulega held að sé komið að því að ráða erlendan þjálfara fyrir þetta lið,það sakar ekki að reyna.Ísland fer ekki mikið neðar en þetta,11 leikir í riðlinum 2 unnir,2 jafntefli og 7 töp,markatalan 10-24,ég er svo pirraður að ég nenni ekki að skrifa meira.Áfram Ísland.
Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér er skapi næst að halda að Eyjólfur sé orðinn veruleikafirrtur, hvaða bull er í mamminum strax eftir leik, þetta stenst enga skoðun og er allt rangt. Ég spyr einnig hvort Eiður hafi nokkurn metnað fyrir landsliðið lengur ? alla vega finnst mér að Hermann eigi að bera fyrirliðabandið, það er maður sem getur peppað menn upp .
Skarfurinn, 17.10.2007 kl. 21:21
Já er sammála þér með fyrirliðabandið,Hermann á að vera fyrirliði í þessu liði.
Heimir og Halldór Jónssynir, 17.10.2007 kl. 21:25
Engin spurning að Hermann á að vera fyrirliðinn og að eyjólfur mun ekki ná árangri með þetta lið.. a.m.k. ekki í þessari tilraun enda hefur hann nánast enga reynslu sem þjálfari. Ég vil sjá guðjón þórðar sem þjálfara eða einhvern útlending sem hristir vel upp í þessu.
Guðni (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:43
Gaui Þórðar væri rétti maðurinn fyrir liðið núna.Ég vil bara að hann haldi áfram með Skagaliði og haldi áfram að gera góða hluti þar...
Heimir og Halldór Jónssynir, 17.10.2007 kl. 22:16
Guð minn góður. Það hræðilega við þetta allt saman er að hann fær pottþétt að halda áfram með liðið
Bóbo (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.