Rosalegur skandall
20.10.2007 | 00:24
Þetta er rosalegur skandall hvernig stendur á því að Margrét Lára sé ekki best hjá konunum 38 mörk í 16 leikjum,þetta er eitthvað skrítið.Svo hefði ég viljað sjá Guðjón Þórðarson vera valin besta þjálfarann,hann gerði frábæra hluti með Skagaliðið.
Helgi og Hólmfríður kjörin leikmenn ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll!
Nú máttu ekki gleyma, að þetta eru leikmennirnir sja´lfir sem velja, Hólmfríður þótti blómstra í sumar og ekki hvað síst með landsliðinu! (sem þó vissulega er ekki beinlínis það sem kosið er um hérna!) ER alveg sammála þér um Guðjón, hann sannaði enn eina ferðina snilli sína,að ná svo langt með þetta "barnalið"! Þó má heldur ekki gleyma, að útlendingarnir tveir voru mikill happafengur og áttu stóran þátt í velgengni liðsins!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 01:44
Já en þá má ekki gleyma þeirri útsjónarsemi og ná að kreista út alla þeirra hæfileika fyrir sumarið:) En já þeir voru happafengur
Stefán (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 03:21
Sæll. Ég veit ekki hvað þú hefur séð mikið af kvennabolta í sumar. Vissulega er Margrét Lára frábær leikmaður og á skilið mikið hrós fyrir sína frammistöðu í ár en Hólmfríður er vel að þessum titili komin. Hún spilar ekki sem fremsti maður í sínu liði líkt og Margrét Lára en er að skora 19 mörk í deildinni og átti frábært tímabil eftir erfið meiðsli. Einnig spilar hún frábærlega í Bikarkeppninni og á þar stóran þátt í að KR hampar Bikarmeistaratitlinum svo allt tal um að þetta sé einhver hneysa er ómakleg og ekki sanngjörn gagnvart þeim frábæra árangri sem Hómfríður náði í sumar og er hún vel að þessum titli komin.
Sigfús (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 08:20
Bara benda á að KR-ingum fannst Hólmfríður ekki best heldur Olga, þannig að skrítið að besti leikmaður landsbankadeildarinnar sé ekki besti leikmaður síns liðs
Snagger (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 10:01
Sigfús ert þú pabbi Hólmfríðar eða? commentar bara allstaðar til "varnar Hólmfríði"
Hafrún Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 10:03
Sigfús ég sá 3.leiki í sumar í kvenna,ég les líka blöð og fréttasíður,þannig ég veit alveg hvað er að gerast...Ég er ekki Valsari og þekki Margréti Láru ekki neitt,þessi stelpa ber höfuð og herðar yfir aðrar knattspyrnu stelpur og þetta er bara skandall að hún hafi ekki verið valin....
Heimir og Halldór Jónssynir, 20.10.2007 kl. 10:46
Ég er ekkert skildur Hólmfríði og sýnist ég nú bara kommenta jafn víða og þú Hafrún:) Finnst bara óþarfi að það sé verið að kenna henni um þennan "skandal". Ef eitthvað var raunverulega athugavert við kjörið þá verður það bara tekið fyrir hjá KSÍ. Snagger vil ég svo benda á að maður velur besta liðsfélaga sinn á algjörlega öðrum forsendum en besta andstæðing sinn og var Olga að spila frábærlega vel fyrir bikarmeistarana í sumar ásamt mörgum öðrum þar. Ég veit hinsvegar ekkert hvort litlu eða miklu hafi munað á Hómfríði og Margréti Láru og öðrum í þessu kjöri og því þarf þetta ekkert að vera neinn skandall, bara jöfn barátta tveggja frábærra leikmanna um þennan heiður sem tilnefningin er.
Sigfús (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 13:13
Auðvitað er þetta ekkert Hólmfríði að kenna, efast um að hún hafi farið í kostningabaráttu! Ég get ekki betur séð en að hún sé nú hálfgjört fórnarlamb í þessu. Ekki hefði ég amk viljað þessi verðlaun undir þessum kringumstæðum.
Hafrún Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.