4.sigurvegarinn á fjórum árum
28.10.2007 | 12:22
Finninn Mikko Hirvonen sigraði Japansrallið sem lauk í morgun,hann var 37 sekúndum á undan Spánverjanum Dani Sordo,Norðmaðurinn Henning Solberg sem er bróðir Petters Solberg endaði í 3.sæti.
Mikko Hirvonen er fjórði ökumaðurinn sem vinnur í Japan á fjórum árum.2006 var það Frakkinn Sébastien Loeb sem vann.2005 vann Finninn Marcus Grönholm.Svo 2004 vann Norðmaðurinn Petter Solberg.Tvö mót eru eftir í heimsmeistarakeppninni og næsta keppni fer fram á Írlandi 16/18 nóvember.
Þrjú skemmtileg video frá heimsmeistarakeppninni.
www.youtube.com/watch?v=Rfy-iblAkk4 ,þetta video er frá rallinu núna um helgina.
www.youtube.com/watch?v=eUND7KZBXYw , Japan 2006.
www.youtube.com/watch?v=v3oL8btum3E ,Grikkland 2007,njótið vel.
Hirvonen sigraði í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.