Chris Atkinson náði þriðja sætinu
27.1.2008 | 22:12
Fyrsta keppnin á þessu keppnistímabili í heimsmeistarakeppninni ralli lauk í Monte Carlo í dag,næsta keppni fer fram í Svíþjóð eftir tvær vikur.
Sébastien Loeb og Daniel Elena hafa unnið heimsmeistaratitilinn fjögur undanfarin ár og þeir unnu þetta rallý með töluverðum yfirburðum,Mikko Hirvonen sem endaði í öðru sæti var rúmum tveim mínútum á eftir Loeb þegar rallinu lauk.
Það var rosalega barátta um þriðja sætið milli Chris Atkinson sem ekur Subaru Impreza og Francois Duval en hann ekur Ford Focus,það fór svo að Atkinson náði þriðja sætinu en það munaði ekki nema einni sekúndu á honum og Duval sem endaði í fjórða sæti,baráttan var það mikil á milli þeirra að á síðustu sérleið rallsins voru þeir með nákvæmlega sama tíma og Atkinson fagnaði þriðja sætinu eins og áður sagði.
Mynd. www.rallye-info.com .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.