Latvala með þægilega forustu
8.2.2008 | 23:58
Finninn Jari-Matti Latvala sem ekur Ford Focus er með þægilega forustu í Sænska rallinu sem er nú í gangi,þetta er annað mót heimsmeistarakeppninnar í rallakstri á þessu keppnistímabili,Norðmaðurinn Henning Solberg er í öðru sæti en hann er 56 sekúndum á eftir Latvala svo þriðja sætinu er Finninn Mikko Hirvonen en hann er ekki nema 2 sekúndum á eftir Solberg.Rallið heldur áfram í fyrramálið og því líkur á sunnudag.
Frakkinn Sebastian Loeb sem er heimsmeistari síðustu fjögra ára velti bíl sínum á fjórðu sérleiðin í dag sem var 22.km löng hann velti bílnum þegar þrír km voru eftir í mark,hann kemur aftur inn í rallið í fyrramálið en hann á enga möguleika á efstu sætunum.Það er greinlegt að Loeb er ekki að fýla sig í Svíþjóð því hann hefur aðeins einu sinni unnið Sænska rallið og það var árið 2004.
Mynd: www.rallye-info.com .Henning Solberg á fer í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.