Rallárið 2008 verður það besta í langan tíma
12.2.2008 | 22:00
Ég fagna því mjög að mbl.is skuli fjalla um þátttöku Danna og co þarna í Bretlandi því þau eiga það sannarlega skilið og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal hjá mbl.is.Það verður spennandi að sjá þau á þessu tímabili,ég er sannfærður um að árangurinn verður góður hjá þeim,það alveg rauðhæft að stefna á topp fimm,Danni sýndi það í fyrra þegar þau tóku þátt í 5 keppnum að mig minnir í Bretlandi og þá voru þau á öðrum bíl sem er ekki eins öflugur og nýji bíllinn.
Rallárið 2008 verður það besta í langan tíma að ég held,ekki nóg með að Danni og co muni taka þátt í Bresku meistarakeppninni og gera það gott þar,einnig er íslenska rallið í gríðarlegri uppsveiflu og margir ökumenn eiga eftir að slást um fyrsta sætið,það er ljóst að nýjir bílar líta dagsins ljós í vor en fyrir eru margir góðir og fallegir bílar og toppbaráttan verður hörð,það verða um tíu bílar í toppbaráttunni í sumar,þeir sem koma til með að slást mest um fyrsta sætið eru Sigurður Bragi/Ísak,Jón Bjarni/Borgar og Óskar og Valtýr þessir menn eru með mestu reynsluna og óku best í fyrra fyrir utan Danna/Ástu,svo verða einhverjir sem koma á óvart og munu keppa um fyrsta sætið með hinum þremur áhöfnunum.Fyrsta rallið verður um miðjan Maí.
Mynd: www.hipporace.blog.is Danni og Ásta í keppni í Bretlandi 2007,þessi bíll er nú í eigu Jóhannes Gunnarssonar sem mun keppa á honum hér á Íslandi.
![]() |
Daníel og Ásta keppa á bresku rallmótaröðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er það rétt Dóri að þú ætlir ekki að keppa í sumar.
Maggi (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 15:07
Sæll.Það er rétt ég er hættur að keppa í bili.
Heimir og Halldór Jónssynir, 14.2.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.