Ballið að byrja

p1010010[1]

Já ballið er að byrja hjá okkur rallýfólkinu því félagarnir Daníel og Ísak hefja keppni á morgun í Bresku meistarakeppninni,þetta er fyrsta mótið á þessu tímabili í Bresku keppninni,strákarnir fóru út í fyrradag til að æfa sig og stilla bílinn,þeir keppa á Mitsubishi EVO 9 sem Danni keypti nýverið en sá sem átti þennan bíl vann  EVO-Challenge meistarakeppninni árið 2006 þetta er gríðarlega öflugur bíll og er með betri bílum í  EVO-Challenge meistarakeppninni en það er sú keppni sem strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu tímabili og í þessu ralli verða sextán bílar í EVO-Challenge.

p1010025_443225[1]

Ég býð virkilega spenntur að sjá hvernig þetta fer hjá strákunum okkar og ég hef mikla trú á þeim,rallið hefst annað kvöld á tveimur innanbæjarleiðum sem verða eknar á malbiki,rallið heldur svo áfram á laugardagsmorgun.

p1010028_443226[1]

Gangi ykkur rosalega vel strákar og sýnið þessum gaurum í tvo heimanaDevil en komið samt með heilan bíl í endamarkWink.Það verða margir límdir við tölvuna annað kvöld og á laugardag að fylgjast með sérleiðatímunum og senda ykkur góða strauma fyrir þá sem ekki vita þá er verður hægt að fylgjast með rallinu inn á  www.rallyesunseeker.co.uk/index.htm .Áfram Ísland.

Myndir: www.hipporace.blog.is,Danni og Ísak við æfingar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband