Í sjöunda sæti eftir tvö mót í Evo Challenge
5.4.2008 | 23:59
Önnur umferðinni í Bresku meistarakeppninni fór fram í dag í Border Counties í Skotlandi,aðstæður voru gríðarlega erfiðar og sérleiðarnar voru hálar og á tímabili snjóaði á meðan keppninni stóð og til marks um það fóru margar bifreiðar útaf.
Okkar strákar byrjuðu rallið gríðarlega vel og náðu 5.besta tíma yfir heildina á fyrstu leið og 2.besta í Evo Challenge,á leið tvö fóru þeir útaf og töpuðu einni og hálfri mínútu og við það féllu þeir niðrí 23.sæti og 9.sæti í Evo,en strákarnir voru grimmir á næstu leiðum og keyrðu mjög vel.Þeir kláruðu rallið og gott betur en það og enduðu í 14.sæti og 5.sæti í Evo Challenge.Til hamingju með góðan árangur í þessu móti strákar og nú er bara að byggja ofná þessa keppni og vinna þá næstu.
Það er oft talað um ef þetta og hitt hefði ekki komið fyrir og svo framvegis,og EF strákarnir okkar hefðu ekki farið útaf á leið 2 þá hefðu þeir lendi í 10.sæti yfir heildina og 4.sæti í Evo Challenge,alltaf gaman að tala um þetta ef.
Staðan í Evo Challenge mótaröðinni eftir tvær keppnir.
1.sæti.Daniel Barry - 20.stig
2.sæti.Richard Cathcart - 18.stig
3.sæti.David Bogie - 15.stig
4sæti.Nik Elsmore - 14.stig
5.sæti.Neil McCance - 13.stig
6.sæti.Sebastian Ling - 8.stig
7.sæti.Daníel og Ísak - 6.stig.
8.sæti.Jonathan Sparks - 6.stig
9.sæti.David Meredith - 5.stig
10.sæti.Keith Cronin - 4.stig
11.sæti.Miles Johnston - 3.stig.
Mynd: www.hipporace.blog.is .
Daníel og Ísak í 14. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.