Frábær byrjun á tímabilinu
18.5.2008 | 15:40
Fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í rallakstri lauk í gær,nítján áhafnir hófu keppni en fjórtán komust í endamark.
Það er óhætt að segja að ralltímabilið byrji frábærlega og það stefnir í gríðarlega skemmtilegt sumar,fyrir rallið var búið að spá Sigga Braga & Ísak og Jóni & Borgari fyrstu tveimur sætunum og að þeir myndu slást um þessi tvö sæti og það kom á daginn til að byrja með,hinsvegar var ekki búist við að þeir fengju harða keppni enda voru margir að keyra fjórhjóladrifsgræjur í fyrsta skipti,en þeir fengu nú samt töluverða keppni þrátt fyrir að nokkrar áhafnir eins og áður sagði hafi verið að læra inná sína græjur og eiga eftir að læra enn meir því þú nærð ekki fullum tökum á svona græjum fyrr en eftir 3/4 röll.
Jón & Borgar voru með forustuna eftir fyrsta dag en strax á fyrstu tveimur leiðunum á degi 2 voru þeir farnir að gefa eftir og þeir féllu úr leik með bilaðan drifbúnað á sérleið 7.Páll og Aðalsteinn veltu á sérleið 6 á nýja fína Subaru þeir náðu reyndar að klára leiðin en þurftu að hætta keppni því framrúðan var það mikið brotin.
Mínir drengir Pétur & Heimir náðu 2.sætinu sem er auðvita frábær árangur,þeir voru að aka bílnum í fyrsta skipti í keppni og það var tekin ákvörðun um að læra á bílinn og keyra sitt rallý,þrátt fyrir þetta öruggan akstur hjá þeim þá náðu þeir þrisvar besta tíma á sérleið sem er auðvita mjög gott.Bíllinn var að reynast mjög vel og þeir eru gríðarlega ánægðir með bílinn og ekkert kom uppá í rallinu og það er ekki ein rispa á bílnum.
Henning og Gylfi sigruðu 1600 og 2000 flokkinn frábær árangur það,og Guðmundur og Ingimar unnu jeppaflokkinn.
Sérleiðatímar Péturs og Heimis.
Leið 1. 01:00 - 4 besti
Leið 2. 00:57 - besti tími
Leið 3 19:39 - 3 besti
Leið 4 03:32 - 3 besti
Leið 5 03:03 - besti tími
Leið 6 07:15 - 3 besti
Leið 7 07:38 - 3 besti
Leið 8 07:15 - 3 besti
Leið 9 07:31 - 2 besti
Leið 10 03:06 besti tími.
Þrisvar besti tími.
Einu sinnu annar besti.
fimm sinnum þriðji besti.
Einu sinni fjórði besti.
Lokastaðan í rallinu
1. Sigurður Bragi og Ísak 59:06
2. Pétur og Heimir 01:00:56
3. Marian og Jón Þór 01:03:00
4. Jóhannes og Björgvin 01:05:28
5. Fylkir og Elvar 01:07:33
6. Sigurður Óli og Hrefna 01:07:57
7. Valdimar og Ingi 01:08:03
8. Henning og Gylfi 01:10:50
9. Guðmundur og Ingimar 01:12:13
10. Kjartan og Óli Þór 01:13:08
11. Ólafur og Sigurður 01:13:36
12. Reynir og TBN 01:15:06
13. Ásta og Steinunn 01:18:09
14. Gunnar og Hafsteinn 01:20:13.
Mynd: Pétur og Heimir með verðlaunin sín og sáttir við 2.sætið.
Sigurður Bragi og Ísak unnu vorrallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.