Æðislegur sigur
8.6.2008 | 02:02
Stolt mitt er gríðarlega mikið eftir þetta rallý sem lauk á Suðurnesjum í gær,mínir drengir Pétur & Heimir gerðu sér lítið fyrir og unnu rallið með stórglæsilegum akstri þó þeir séu aðeins í sinni 2.keppni á fjórhjóladrifs græju og með þessum sigri taka þeir forustuna í Íslandsmótinu með 18.stig,næstu menn eru með 12.stig og það eru Marian og Jón Þór(einnig í sinni 2.keppni á fjórhjóladrifs græju)
Það var mikill slagur í rallinu um 1.sætið fyrstu 9.sérleiðarnar milli Péturs & Heimir,Jón & Borgars og Sigga Braga og Ísaks,á 7.sérleið urðu Siggi Bragi og Ísak frá að hverfa með bilaðan bíl og þá voru þeir í 3.sæti 4 sek á eftir Pétri & Heimi sem voru í 2.sæti en Jón & Borgar voru í 1.sæti með 20 sek forskot á Pétur & Heimi.
Á 9.leið um Djúpavatn fóru HLUTIRNIR AÐ GERAST,Jón & Borgar sprengja fljótlega á þessari 21 km leið,Pétur & Heimir voru komnir MJÖG nálægt þeim eftir c.a. 6/7 km akstur.Þeir sem keyra hægar á sérleið eða með bilaðan bíl ber skylda til að hleypa næsta bíl fram úr það greiðlega að hraðari bíllinn sé ekki tapa tíma,þegar c.a. 7/8.km voru eftir af leiðinni neyðast Pétur & Heimir að fara út fyrir veg og taka þannig fram úr Jóni & Borgari því þeir virtust ekkert vera að fara hleipa þeim fram úr,Pétur & Heimir voru búnir að vera MJÖG lengi STUTT fyrir aftan þá.Áheyrendur tóku greinilega eftir þessu inn á leið.
Eftir þessa 9.leið fóru Pétur & Heimir að keyra varnarakstur þar sem þeir voru komnir með nokkuð gott forskot á 2.sætið en þar sátu Valdimar og Ingi sem voru að keyra mjög vel í þessari keppni og það var mjög skemmtilegt að horfa á þá um helgina,svo í 3.sæti voru Marian og Jón Þór en þeir voru slást við Valdimar og Inga allt rallið,Marian er líkt og Pétur að taka mjög góða tíma og það er því óhætt að segja að nýliðarnir í stóra flokknum Pétur & Heimir og Marian & Jón Þór séu að stela senunni og kannski gott betur en það í stóra flokknum.
Henning & Gylfi sigruðu bæði 1600 flokkinn og 2000 flokkinn,sannarlega frábær árangur það,þeir hafa þar með unnið þessar fyrstu tvær keppnir í í þessum báðum flokkum,til hamingju Henning & Gylfi.
Guðmundur og Ingimar sigruðu jeppaflokkinn og er þeir með fullt hús í jeppaflokki,til hamingju strákar.
Ásta og Steinunn veltu illa á leið 7 um Djúpavatn og urðu að hætta keppni en sem betur fer var i lagi með stelpurnar en auðvita einhver eymsli,þær aka í jeppaflokki og það er gaman að sjá eina kvennaáhöfn í rallinu og vonandi laga þeirra góða þjónustu lið bíllinn og þær mæti hressar að vanda í næstu keppni.
Úrslit rallsins á þessum link www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=503 .
Myndir: Elvar Örn - http://www.flickr.com/photos/elvarorn .
Myndir: Ásgeir - http://www.flickr.com/photos/asgeirkg .
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Athugasemdir
:)
Snilldar dagur - til hamingju strákar :)
DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 8.6.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.