Góður sigur Hirvonen í Tyrklandi
15.6.2008 | 13:45
Finninn Mikko Hirvonen sem ekur Ford Focus sigraði í Tyrklandsrallinu sem lauk í morgun,liðsfélagi Hirvonen og landi hans Jari-Matti Latvala varð annar ekki nema 7,9 sekúndum á eftir fyrsta,heimsmeistarinn síðustu fjögur ár Sebastien Loeb lendi í þriðja sæti 25 sekúndum á eftir Hirvonen.
Nú er átta keppnum lokið til heimsmeistara og hefur Hirvonen endurheimt forustuna í stigakeppninni af Loeb og er Finninn nú með 59 stig,annar er Sebastien Loeb með 56 stig,Jari-Matti Latvala er þriðji með 34 stig.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.