Mætum í Pirelli rallý Reykjavík
1.8.2008 | 00:55
Eins og flestir hafa væntanlega tekið eftir höfum við Eyjó ekkert verið með í rallinu í sumar en við ætlum samt að mæta í Pirelli Rallý Reykjavík núna í ágúst.
Eyjó hefur nýtt tíman vel í Noregi þar sem hann býr nú ásamt konu sinni og hann hefur endurbætt Subaru okkar mjög mikið og er hann nú loks að verða samkeppnishæfur þeim bílum sem eru í toppbaráttunni hér heima en hann var það ekki í fyrra.
M.a. sem er búið að kaupa og setja í bílinn er Riger RCV fjöðrun 2007 árgerð,læsingu í kassann og nýjar felgur og eining er búið að létt bílinn um rúm 70kg.
Okkur hlakkar mikið til að mæta í rallý Reykjavík og erum byrjaðir að undirbúa okkar fyrir rallið,bíllinn kemur til landsins í næstu viku svo ég hef nokkra daga til að prufa áður en Eyjó kemur.
það lítur út fyrir mjög góða þáttöku í rallinu og líklega verða í kringum 15 fjórhjóladrifsgræjur sem yrði met hér á landi.Eyjó og ég erum auðvita með okkar markmið fyrir þetta rall en það er ljóst að við erum ekki að mæta til að burra með.
Vídeó af mér og Eyjó síðan Suðurnesjarallinu í fyrra
Upplýsingar um Pirelli rallý Reykjavík www.rallyreykjavik.net .
Myndin af bílnum með þessari frétt er úr Rallý Reykjavík í fyrra og hana tók Elvar Snilingur og hægt að skoða myndirnar hans hér www.flickr.com/photos/elvarorn .
Athugasemdir
Já, takk ég er snillingur :) Fín grein og hlakka til að fylgjast með. Eins gott að taka nóg af minni ef það verða 15 fjórhjóladrifsgræjur með :)
Elvar Örn Reynisson, 1.8.2008 kl. 01:11
Til hamingju með að vera loksins komin á samkeppnishæfan bíl, það verður gaman að slást við ykkur í alþjóða...bara bensín-petalann í botn og mjög litlar bremsur
jónbi
www.evorally.com
Jónbi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:05
Hæ hæ.
Takk fyrir það Elvar, um að gera að taka nóg af minni því það verða vel yfir 30.bílar í þessu ralli BARA gaman..
Takk Jónbi,það verður reynt að bremsa eins lítið og hægt er því get ég lofað og vonandi mun það skila góðum tímum en ekki einhverstaðar útí móa..
P.S Góða helgi og allir að fara farlega og muna að spenna beltin..
Heimir og Halldór Jónssynir, 1.8.2008 kl. 16:45
hæhæ.... mikið verður nú gaman að sjá þennan subaru aftur á klakanum...
og gaman að fá Eyjó og Dóra aftur með.... fallegur og sprækur bíll og ekki má gleyma,,, hvað drengirnir eru einstaklega fallegir líka...
kveðja
Pétur
ps. varlega allir um helgina....
petur s petursson (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 13:07
Já, það verður gaman að sjá ykkur í RR
Mótormynd, 5.8.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.