Alþjóðarallinu lokið
24.8.2008 | 22:35
29.Alþjóðarallinu lauk í gær og það voru Jón Bjarni og Borgar sem sigruðu nokkuð örugglega og er þetta í fyrsta sinn sem þeir sigra Alþjóðarallið.
33 bílar fóru af stað en 20 komust alla leið í endamark og alls voru eknir rúmir 300 km á sérleiðum.
Eins og áður sagði voru það Jón og Borgar sem sigruðu þessa keppni og það var mjög verðskuldað hjá þeim félögum og ég óska þeim til hamingju með að hafa unnið erfiðustu keppni ársins.
Siggi Bragi og Ísak tóku 2.sætið en þeir voru tveimur mínútum á eftir fyrsta þegar rallinu lauk.Þegar ein keppni er eftir af Íslandsmótinu leiða Siggi og Ísak með 3,5 stigi.
Í 3.sæti lentu Pétur og Heimir(bróðir) þeir ætluðu sér auðvita að vera á unda Sigga og Ísaki í þessari keppni en á degi tvö seinni ferð um Heklu voru þær vonir úr sögunni,þeir sprengja framdekk eftir sirka 2km en þessi leið er 32 km þeir skipta um dekkið svo fóru þeir af stað og þá var sprungið afturdekk líkalega hefur þetta skeð á sama tíma og þegar framdekkið sprakk og því þurftu þeir keyra nánast alla leiðina með sprungið afturdekk og það er gríðarlega erfitt og síðustu km keyrðu þeir á felgunni.Það er auðvita mjög gott hjá þeim að hafa náð 3.sætinu í rallinu eftir þetta og þeir geta vel við unað.Pétur og Heimir eru í 2.sæti á Íslandsmótinu 3,5 stigum á eftir 1 þegar ein keppni er eftir.
Ég og Eyjó lentum í 5.sæti í þessari keppni og við erum bara sáttir við það líka miða við hvað gekk á í keppninni hjá okkur,á Dómadal á degi 2 stukkum við of mikið á einni blindhæð og lentum utan í barði og skemmtum bílinn aðeins á þessu og spyrna bognaði og við getum þakkað fyrir að það hafi ekki farið verr þarna,svo á Skógshrauni sprengdum við hægra framdekk og töpuðum rúmum 5 mínútum á því að skipta um dekkið svo 5.sætið er bara nokkuð gott miða þetta.
Svona endaði rallið topp 8
1. Jón Bjarni og Borgar
2. Sigurður Bragi og Ísak
3. Pétur og Heimir Snær
4. Fylkir og Elvar
5. Eyjólfur og Halldór Gunnar
6. Valdimar og Ingi Mar
7. Utting feðgar
8. Guðmundur og Ragnar
Við þökkum okkar frábæra þjónustuliði þeim Jóa,Árna,Gumma,Rúnari,Hadda og Svani fyrir alla hjálpina,svo auðvita Tryggva keppnisstjóra fyrir að halda utan um þessa keppni því það er ekki lítið! og svo auðvita öllum starfsmönnum og ekki síst klámgenginu þau eru ÖLL snillingar, og þökkum auðvita öllum keppendum fyrir skemmtilegt rallý.
Sýnt var frá rallinu í fréttum á RÚV
Fimmtudagur http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398290/9
og Laugardagur http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398027/16
Myndir: Elvar - www.flickr.com/elvarorn .
Fleiri myndir eru komnar í myndaalbúm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.