Latvala í forustu
30.8.2008 | 15:50
Finninn Jari-Matti Latvala er komin með forustu fyrir síðasta daginn í heimsmeistarakeppninni í ralli,þetta er 11 mótið af 15 á þessu tímabili og rallið um helgina fer fram í Nýja sjálandi.
Liðsfélagi Latvala og landi hans Mikko Hirvonen var í forustu eftir 1.dag en hann er nú 9 sekúndum á eftir landa sínum,þeir aka báðir Ford Focus.
Það er ekkert voðalega gott að ræsa fyrstur inn á leiðarnar því mölin er mjög laus á vegunum og þetta vissi heimsmeistarinn Sebastien Loeb og gaf hann því örlítið eftir á síðustu sérleiðinni í nótt því þá var hann komin með forustu og ræsir hann því þriðji í kvöld og nótt þegar síðast dagurinn verður keyrður,Loeb er 13 sekúndum á eftir Latvala.
Í 4.sæti er spánverjinn ungi Dani Sordo en hann er ekki nema 15 sekúndum á eftir 1.sæti,það er því greinilegt að spennan er mikil um fyrstu 4.sætin á lokadeginum.
Loeb og Hirvonen eru í mikill baráttu um heimsmeistaratitilinn og er Loeb með 4.stiga forskot á Finnan en þeir tveir skera sig úr í baráttunni um titilinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.