Íslandsmótið í ralli - hverjir ná titlinum
21.9.2008 | 15:55
Ekki eru nema 6.dagar í síðasta rallmót ársins en spennan er orðin mikil hjá keppendum og áhugamönnum, þrjár áhafnir eiga möguleika á titlinum en það eru Sigurður Bragi og Ísak með 38 stig, Pétur og Heimir með 34,5 stig og Jón og Borgar 30,5 stig.
Mínir drengir Pétur og Heimir mæta gríðarlega vel undirbúnir til leiks í þetta rall og það á eftir að fleyta þeim langt, P og H hafa sýnt mikinn hraða í sumar og þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári á topp græju, m.a. hafa þeir unnið eina keppni og sérleiða sigrarnir eru orðnir 18 hjá þeim á tímabilinu.
Þeir eiga vel að geta unnið þess keppni og þeir mæta bara með eitt hugafar í þetta rall og það er að vinna keppnina og Íslandsmeistaratitilinn sem þeir eiga skilið, rallið fer fram á á suðurnesjum næsta laugardag eða 27.sept, þetta rall er sett mjög vel upp fyrir áheyrendur en þeim hefur fjölgað mikið í sumar, mér langar að hrósa ÖLLUM þeim ljósmyndurum sem hafa elt rallið í sumar en þeir eru orðnir mjög margir ég segi við ykkur takk kærlega fyrir að taka allar!! þessar snilldar myndir.
Íslandsmeistarar í ralli (yfir heildina) síðustu 10 ár
1998 - Páll Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson
1999 - Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson
2000 - Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson
2001 - Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson
2002 - Baldur Jónsson og Jón Ragnarsson
2003 - Rúnar Jónsson og Baldur Jónsson
2004 - Rúnar Jónsson og Baldur Jónsson
2005 - Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónson
2006 - Daníel Sigurðarson og Ásta Sigurðardóttir
2007 - Daníel Sigurðarson og Ásta Sigurðardóttir
Mynd: Elvar - http://www.flickr.com/photos/elvarorn/sets/72157603018171803
Athugasemdir
U must be on the edge of your seat :)
Brjáluð spenna og allt getur gerst. Hlakka mikið til sjálfur.
Elvar Örn Reynisson, 21.9.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.