Loeb með forustu í Írlandi
31.1.2009 | 18:00
Keppnistímabilið á heimsmeistaramótinu í rallakstri er farið af stað og er fyrsta mótið í gangi núna um helgina í Írlandi.
Frakkinn Sebastien Loeb sem er heimsmeistari síðustu fimm ára er með töluverða yfirburði í þessu fyrsta móti ársins.
Í öðru sæti er liðsfélagi Loeb Spánverjinn Dani Sordo og er hann rúmri mínútu á eftir Frakkanum þegar einum degi er ólokið en rallinu lýkur á morgun.
Þriðji er Finninn Mikko Hirvonen og hann er rúmum tveim mínútum á eftir fyrsta sætinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.