Rallinu aflýst!
3.6.2009 | 19:04
Önnur keppni Íslandsmótsins í rallakstri átti að fara fram um helgina en því hefur verið aflýst af AÍFS(akstursíþróttafélagi suðurnesja). Aðal ástæðan sem þeir gefa er að áhugi félagsmanna í AÍFS fyrir þessari keppni er nánast enginn og öll undirbúningsvinna hefur hvílt á 2 aðilum, undirrituðum finnst þetta frekar slöpp ástæða og þeir hljóta hafa séð þetta fyrir nokkrum dögum en ekki þremur sólarhringjum fyrir ræsingu, finnst líka soltið skrítið að tala um undirbúningsvinnu ÞVÍ það var ekki einu sinni búið að sækja um leifi fyrir leiðunum og engin tímamaster komin fram.
Undirritaður vonar að þetta sé síðasta rallið sem þessi klúbbur fær að reyna að halda en þeir hafa haldið EINA rallkeppni á ári og hefur farið versnandi síðustu ár og nú hlýtur þetta að vera dropinn sem fyllti mælinn.
Vel taka fram að þetta er allt í sjálfboðavinnu og þeir eiga heiður skilið sem vinna svoleiðis vinnu!! EN menn eiga þá ekki að taka svona að sér ef þeir ráða ekki við það!. BÍKR heldur næsta rall sem er 4.júlí á Snæfellsnesi og hvet ég fólk að fylgjast með því.
BÍKR hefur sett á koppinn hamingjukvöld núna á föstudaginn og eru þetta fínar sárabætur fyrsti ekkert rall verður um helgina. Upplýsingar um kvöldið http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=1105 .
Áfram Rallý.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.