Hirvonen tekur forustu í stigakeppninni

Hirvonen sigrar Pólska rallið

Finninn Mikko Hirvonen tók forustu í heimsmeistarakeppninni í rallakstri um helgina þegar hann sigraði í Pólska rallinu, Finninn hefur nú sigrað tvö mót í röð og fer næsta keppni fram í lok Júlí og hún verður á heimavelli Hirvonen og er hann líklegur sigurvegari þar.

Frakkinn Sebastien Loeb sem er heimsmeistari síðustu fimm ár var í forustu í stigakeppninni fyrir Pólska rallið en hann velti bíl sínum á fyrsta degi og er þetta önnur keppninni í röð sem hann veltir, hann náði samt að koma inn í rallið aftur og endaði í 7.sæti í Póllandi og náði sér í tvö dýrmæt stig.

Finninn Jari-Matti Latvala var með öruggt annað sæti um helgina en á síðustu leið sem var sýningar leið fór hann útaf og fór hann ekki lengra og misst því af 2.sætinu, þetta var afar klaufalegt hjá Latvala og nú þegar átta mót eru búin hefur hann aðeins fengið stig í fjórum mótum og í heildina 25.stig sem er ekki ásættanlegur árangur hjá honum.

Lokastaðan í Póllandi (8 efstu)

1. Mikko Hirvonen          Ford   3.07.27,5
2. Daniel Sordo             Citroen  +1.10,3
3. Henning Solberg        Ford     +2.05,6
4. Petter Solberg           Citroen  +2.24,3
5. Matthew Wilson         Ford     +4.17,5
6. Krzysztof Holowczyc Ford     +4.33,9
7. Sebastien Loeb        Citroen +19.15,1
8. Conrad Rautenbach Citroen +19.20

Mynd:Hirvonen og Lehtinen fagna sigrum í Póllandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband