HJ Rally Team keppir í Skagafirði
13.7.2009 | 23:04
Við bræður höfum ákveðið að mæta á krókinn 25.júlí og mun Heimir sitja undir stýri . Bíllinn sem við höfum fengið til þess að leika okkur þekkir vel til leiðanna fyrir norðan, ef minnið er ekki að fara með mig keppti þessi bíll í fyrsta skipti í skagafirði en það er sjálfsögðu verið að tala um hvalinn Jeep Cherokee og er Helgi svo góður að lána okkur gripinn.
Eina markmið okkar er að hafa gaman og vonandi komast alla leið í endamark. Við munum keppa í jeppaflokki ásamt nokkrum öðrum áhöfnum þar á meðal Ásta og Tinna en þær leiða Íslandsmótið í jeppaflokki og hafa staðið sig mjög vel í sumar, eins og flestir vita er Tinna kærasta Heimis.
Eins og áður segir mun Heimir keyra og það kemur því í minn hlut að lesa leiðarnótur sem er bara gaman og sérstaklega á Mælifellsdal en ég geri ráð fyrir að hann verði keyrður. Þetta verður í sjöunda skipti sem ég(Dóri) keppi fyrir norðan.
Vonandi mæta margar áhafnir norður, Bílaklúbbur Skagafjarðar heldur uppá 20.ára afmæli sitt í ár. Fleiri fréttir af undirbúningi okkar kemur lok vikunnar eða strax eftir helgi.
Kveðja / HJ Rally Team.
Athugasemdir
þetta verður mjög fróðlegt að sjá........ Bestu coararnir á íslandi að keppa saman sem ein áhöfn... ekki veit eg hvernig þetta endar...hehehe
en eitt er víst...... þeir ættu að rata leiðinna...
eg hef tekið þátt með bæði Heimir og Dóra.... og eru þeir án efa bestu coararnir á landinu..... en heimir að keyra...hehehe (sorry Heimir) ég bara varð....
neinei... ég held að þið eigið eftir að koma ykkur sjálfum og öðrum á óvart í þessari keppni.... muna bara eitt.... fulla ferð og MJÖG LITLAR BREMSUR,,, þið eruð jú á jeppa....
kveðja
Pétur
petur s petursson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:54
Takk fyrir hrósið bakara drengur! . En eitt er víst þetta verður fróðlegt og við verðum örugglega tveir í drullu nei nei þetta verður bara gaman og komin tími á litla dýrið að prófa sitja vinsta megin, ef hann er jafn góður vinstra megin og hægra megin þá verður þetta gaman..
Dóri (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 01:42
þetta verður potttétt gaman hjá ykkur.... ekki spurning....
ég treysti þér fyrir því að halda ykkur inná veginum.... (en ef það klikkar, þá bara vísa honum leiðinna aftur inná vegin, bara ekki afturábak.... því að BAKKA!!!! kann hann EKKI...)
petur s petursson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.