Valdi mætir til leiks í Skagafjörð
22.7.2009 | 12:50
Valdi og Ingi mæta aftur leiks en þeir félagar hafa ekkert verið með í sumar. Þeir aka Subaru Imprezu, þeir náðu fínum árangri í fyrra og enduðu Íslandsmótið í 4.sæti, besti árangur þeirra var 2.sætið í keppni tvö.
Þeir náðu 4.sæti í Skagafirði í fyrra, þrátt fyrir að hafa tapað töluverðum tíma á því að keyra með sprungið dekk. Á heimasíðunni þeirra www.valdi.is eru myndir af þeirra undirbúningi fyrir Skagafjarðarrallið.
Mynd: Undirbúningur á fullu hjá Valda og félögum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.