Íslandsmeistarar 2009
16.9.2009 | 23:37
Eins og allir vita er Íslandsmótinu í rallakstri árið 2009 lokið.
Mótið í sumar var mjög spennandi, fyrir utan kannski N flokkinn sem er stóri flokkurinn. Þar höfðu Jón og Sæmundur töluverða yfirburðir. Þeir fengu reyndar verðuga keppni í fyrsta rallinu og í Skagafjarðarrallinu sem og einnig í Alþjóðrallinu.
Í hinum flokkunum var mikill slagur í allt sumar.
Íslandmeistarar árið 2009
Jón Bjarni Hrólfsson og Sæmundur Sæmundsson flokkur N
Guðmundur Orri Mckinstry og Hörður Darri Mckinstry flokkur J
Hilmar Bragi Þráinsson og Stefán Þór Jónsson flokkur 2000
Halldór Vilberg Ómarsson og Sigurður Arnar Pálsson flokkur 1600
Ég óska öllum Íslandsmeisturum innileg til hamingju.
Mynd: Elvar snilli - ökumenn Hilmar Bragi og Stefán Þór.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.