Sordo leiðir eftir fyrsta dag

mikko hirvonen 2 26441b[1]Spánverjinn Dani Sordo leiðir í Spánarrallinu sem hófst í morgun. Á eftir honum kemur liðsfélagi hans Frakkinn Sebastien Loeb, forustan getur ekki verið minni hjá Sordo en hann er aðeins 1 sek á undan Loeb. Í þriðja sæti er Finninn Mikko Hirvonen og er hann 34 sek á eftir Sordo.

Baráttan um titilinn er geysilega hörð en Hirvonen leiðir með 78 stig á móti 73 stigum Loeb sem er heimsmeistari síðustu fimm ára.

Eknar voru sex leiðar í dag en margt á eftir að gerast á næstu tveim dögum. Þetta er næst síðasta mót tímabilsins, síðasta mótið fer fram í Bretland í lok okt, þar verður Íslendingurinn Daníel Sigurðsson með en nánar að því síðar( síða hans hér www.hipporace.blog.is )

Staðan eftir fyrsta dag á Spáni ( topp 10 )

1. D Sordo/M Marti (ESP) Citroën C4 1h10m45.3s
2. S Loeb/D Elena (FRA) Citroën C4 +1.6s
3. M Hirvonen/J Lehtinen (FIN) Ford Focus RS +34.2s
4. P Solberg/P Mills (NOR) Citroën C4 +59.7s
5. S Ogier/J Ingrassia (FRA) Citroën C4 +1m22.9s
6. J-M Latvala/M Anttila (FIN) Ford Focus RS +1m36.7s
7. E Novikov/S Prevot (RUS) Citroën C4 +3m11.0s
8. M Wilson/S Martin (GB) Ford Focus RS +3m28.8s
9. F Villagra/J Perez Companc (ARG) Ford Focus RS +3m51.9s
10. H Solberg/C Menkerud (NOR) Ford Focus RS +3m58.7s .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband