Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Ömurlegt hjá Liverpool
24.10.2007 | 21:35
Ég veit ekki hvað er að gerast hjá Liverpool,vissulega voru þeir meira með boltann í þessum leik en það er bara ekki nóg.Mér finnst liðið vera spila illa þessa dagana,og finnst bara ekkert gaman að horfa á mína menn.Er ekki farið að hitna undir Benítez ?.Vissulega eru menn meiddir en ég geri þær kröfur á Liverpool að vinna lið eins og Besiktas.Áfram Liverpool.
Liverpool lá í Istanbul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Óþarfi hjá Gerrard
22.10.2007 | 22:25
Gerrard sár yfir að vera tekinn af velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grátlega nálægt titli
21.10.2007 | 19:56
Räikkönen heimsmeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær akstur fyrstu 3.leiðarnar
20.10.2007 | 18:50
Systkynin Daníel og Ásta náðu ekki að ljúka Bulldog rallinu sem fór fram í Wales í dag.Þau óku útaf á sérleið 4. og bíllinn festist í drullu,þau náðu bílnum ekki inn á veginn fyrr en eftirfarinn kom,skv. reglum þá færðu ekki að halda áfram ef þú hefur notið hjálp eftirfara,þau voru því úr leik.Grátlegt hreinlega eftir frábæran akstur.
Þegar 3.leiðar voru búnar voru þau stödd í 9.sæti og í 4.sæti í Evo meistarakeppninni.Glæsilegur akstur hjá þeim fyrstu 3.leiðarnar.Rall er ekki búið fyrr en það er búið og þau urðu frá að hverfa eins og fyrr segir á leið 4.
Þau voru að keppa í 5.skipti á þessu ári í Bretlandi.Þau hafa verið að keyra hraðar og hraðar með hverju rall sem hefur liðið,þau sýndu enn og aftur að þau eiga FULLT erindi þarna úti,og stefnan þau systkyni á að keppa að fullu í Bresku meistarakeppninni á næsta ári.Það verður virkilega fróðlegt og gaman að fylgjast með þeim á næsta ári.Áfram Daníel og Ásta.
Viðtal við Danna eftir rallið má inná www.motormynd.blog.is .
Íþróttir | Breytt 24.10.2007 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Daníel og Ásta að hefja keppni
20.10.2007 | 08:45
Daníel og Ásta Sigurðarbörn eru að hefja keppni í Wales núna og þau ræsa númer 15.af tæplega 200 bílum.
Hægt er að fylgjast með sérleiðatímum hér www.tynecomp.co.uk/Results/MSA_gravel_07/bulldog_07/1/index.html einnig verður fylgst með gangi mála hjá þeim inná www.hipporace.blog.is.Ég sendi þeim góða strauma og vonandi gengur allt vel hjá þeim.Danni er með teipaða putta,því hann varð fyrir því óláni í vikunni að brjóta fingur,en hann harkar þetta af sér ég er viss um það,Áfram Danni og Ásta.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rosalegur skandall
20.10.2007 | 00:24
Helgi og Hólmfríður kjörin leikmenn ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Góður sigur í 1.heimaleik
19.10.2007 | 23:30
Breiðablik tók á móti Haukum í 1.deild karla í körfubolta í kvöld.Leikurinn var aldrei spennandi,mínir menn mættu mjög ákveðnir til leiks og Haukar áttu aldrei séns í þessum leik.Staðan eftir 1.leikhluta var 36-15 og í hálfleik var staðan 54-40,leikurinn endaði svo 99-78.
Blikar spiluðu mjög vel í 1.leikhluta en liðið slakaði aðeins of mikið á í 2.leikhluta,í seinni hálfleik spiluðu Kópavogspiltar ágætlega og gerðu bara það sem þurfti.Einar Árni á eftir að slípa liðið betur til,liðið á ennþá mikið inni.Allir 12 leikmenn liðsins fengu að spreyta sig,Einar róteraði 10 mönnum allan leikinn.Stigahæstur hjá Breiðablik var Tony Cornett með 25 stig og hann var með 11 fráköst,Kristján og Rúnar voru með 13 stig hvor,svo voru þrír leikmenn með 11 stig.Umfjöllun um leikinn má finna inná www.breidablik.is/karfa .
Úrslit kvöldsins í körfuboltanum.
Höttur-Reynir S.97-84 | |||
|
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rosalegur leikur í Grindavík
18.10.2007 | 22:55
2.umferð í Iceland Express deild karla hófst í kvöld með fjórum leikjum,á Akureyri unnu Njarðvíkingar stórsigur á Þór 101-73,Cedric Isom var stigahæstur hjá Þór með 22 stig og 10 fráköst,hjá Njarðvík var Jóhann Ólafsson stigahæstur með 22 stig og Brenton Birmingham var með 20 stig,9 fráköst og 7 stoðsendingar.
Í Borgarnesi unnu heimamenn Hamar 75-74 í hörkuleik.Hamarsmenn hafa þar með tapað fyrstu tveimur leikjum sínum,Áskell Jónsson reyndist hetja Skallagríms en hann skoraði sigurkörfuna á lokasekúndunni,tölfræði leiksins er ekki komin þegar þetta er skrifað.
Bikarmeistarar ÍR tóku á móti Tindastóli í Seljaskóla,lokatölur 93-74 fyrir ÍR,Hreggviður Magnússon var með 20 stig og 9 stoðsendingar hjá ÍR,hjá Tindastól var Samir Shaptahovic stigahæstur með 17 stig,6 fráköst og 5 stoðsendingar.
Stórleikur kvöldsins var í Grindavík þar sem Íslandsmeistarar KR máttu þola tap 109-100 í rosalegum leik.Þessi leikur var jafn allan leikin,til að mynda var Grindavík aðeins einu stigi yfir í hálfleik.Jonathan Griffin var maður leiksins hjá heimamönnum hann skoraði 23 stig og var með 8 fráköst hann fór á kostum á lokakafla leiksins,Páll Axel var stigahæstur hjá Grindavík með 27 stig hann setti niður 7 þrista úr 11 tilraunum.Hjá KR var Joshua Helm með 21 stig og 7 fráköst.
Annað kvöld líkur svo 2.umferð.Fjölnir tekur á móti Stjörnunni,í Stykkishólmi tekur Snæfell á móti Keflavík.Mínir menn í Breiðablik mæta svo Haukum í Smáranum annað kvöld kl.19:15 í fyrstu deildinni.Áfram Breiðablik.
Njarðvíkingar á toppnum eftir stórsigur á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iceland Express deild karla í kvöld
18.10.2007 | 12:35
2.umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum.Svo fara tveir leikir fram á morgun.Toppslagurinn í þessari umferð er í Grindavík þar sem heimamenn spila við Íslandsmeistara KR,margir skemmtilegir leikir eru í kvöld.
Leikir kvöldsins og mín spá.
19:15.Borgarnes.Skallagrímur-Hamar.86-73
19:15.Grindavík.Grindavík-KR.85-92
19:15.Síðuskóli.Þór Ak.-UMFN.75-81
19:15.Seljaskóli.ÍR-Tindastóll.90-77.
Allar fréttir og upplýsingar um körfuna má finna inná www.kki.is og www.karfan.is .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breska meistarakeppnin um helgina
17.10.2007 | 23:56
Systkynin Daníel og Ásta Sigurðarbörn Íslandsmeistarar í ralli keppa í Bresku meistarakeppninni á laugardag.Þau hafa tekið þátt í nokkrum mótum á þessu ári í Bretlandi með fínum árangri.Þetta er síðasta mótið á þessu ári hjá þeim.Bíllinn sem þau keppa á úti er Mitsubishi Lancer EVO 7.Upplýsingar um rallið á laugardag má finna hér www.bulldog-rally.co.uk einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála hjá þeim inná þeirra heimasíðu www.hipporace.blog.is .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)