Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Yorkshire rallý 2007 myndir
8.10.2007 | 23:59
![sigurdarson09[1] sigurdarson09[1]](/tn/400/users/a4/ehrally/img/c_documents_and_settings_kolla_my_documents_my_pictures_sigurdarson09_1_330791.jpg)
Íþróttir | Breytt 9.10.2007 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Daníel og Ásta kláruðu í 15.sæti og 6.sæti í EVO-Challenge
6.10.2007 | 20:25
Daníel og Ásta Sigurðarbörn kepptu í Bresku meistarakeppninni í rallakstri í dag.Þau byrjuðu rosalega vel og í hádegishléinu þegar fjórar leiðar voru búnar voru þau stödd í 13.sæti og í 8 sæti í EVO-Challenge keppninni.Eftir sérleið 6 sem var lengsta leið rallsins voru þau komin í 10 sæti yfir heildina og í 7.sæti í EVO-Challenge keppninni.
En á á ferjuleið milli leiða 6 og 7 brotnaði spyrna í bílnum og þau urðu að aka sérleið 7 og 8 með brotna spyrnu,það er gríðarlega erfitt en þeim tókst að klára þessar tvær leiðar,auk þess fengu þau 6 mínútur í refsingu og núna voru þau fallinn niður í 20.sæti í keppninni.
Þegar þrjár leiðar voru eftir fengu þau service,og bílinn í góðu standi fyrir þrjár síðustu sérleiðarnar og það sást á tímunum,á leið 9 og 10 voru þau með 11.besta tíman og á síðustu leiðinni náðu þau 10.besta tíma.
Þau kláruðu rallið sem er frábært hjá þeim,enduðu í 15.sæti yfir heildina og í 6.sæti í EVO-Challenge keppninni.Þau sýndu og sönnuð að þau eiga fullt erindi þarna úti,því framan voru þau að taka mun betri tíma en bílar sem eru töluvert dýrari og betri fyrir vikið en þeirra bíll.Þau hafa sett stefnuna á að keppa í öllum keppnum í Bretlandi á næsta ári,þá á samkeppnishæfum bíl ég þori að veðja að þau mundu vera í topp 5 með samkeppnishæfan bíl,Áfram Daníel og Ásta.
Heimasíða Danna og Ástu hér www.hipporace.blog.is .
Danni og Ásta á fullri ferð í Yorkshire rallinu.Mynd ianhardy.net
Íþróttir | Breytt 8.10.2007 kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Daníel og Ásta að keppa í Bretlandi(uppfært)
6.10.2007 | 10:25
Íslandsmeistararnir í ralli Daníel og Ásta Sigurðarbörn eru núna að keppa út í Bretlandi,hægt er að fylgjast með hér www.rallyyorkshire.co.uk , þau náðu 14 besta tíma á fyrstu leið frábært hjá þeim,besti tíminn á leiðinni var 12:28 mín en tími Danna og Ástu var 13:39,ég mun halda áfram að fylgjast með þeim og gefa þeim góða strauma.Ásta er 18 ára í dag til hamingju með daginn stelpa
Sérleið 2.13 besti tími hjá þeim,tími þeirra 8:35mín.
Sérleið 3.15 besti tími þau eru að standa sig mjög vel,tími þeirra 7:16 á þessari leið.
Sérleið 4.17 besti tími,þau er í 13 sæti yfir heildina og í 8 sæti í EVO-Challenge keppninni,þau er að standa sig frábærlega,núna er hádegishlé í rallinu
Sérleið 5.Sem var innanbæjarleið,systkinin þar með 13 besta tíman.
Sérleið 6.Lengsta sérleið rallsins og Danni og Ásta náðu 13 besta tíma á þessari leið,þau eru nú stödd í 10 sæti yfir heildina,og í 7 sæti í EVO-Challenge keppninni,þetta er auðvita frábær árangur það sem af er.
Sérleið 7.Eitthvað hefur komið fyrir hjá þeim systkinum,því þau voru með 28 besta tíman á þessari leið,þau eru dottin niður í 15 sæti yfir heildina en við skulum vona að bíllinn sé í lagi svo þú geti haldið áfram,4 sérleiðar eru eftir.
Sérleið 8.23 besti tími og eru í 17 sæti yfir heildina,það er greinilegt að eitthvað er að hjá þeim,miða við hvað gekk vel á fyrstu sex leiðunum,en ég vona auðvita það besta,3 sérleiðar eru eftir baráttukveðjur.
Sérleið 9.11 besti tími á þessari leið,þau eru fallin niður í 20 sæti yfir heildina,þau virðast hafa fengið 5 mínútur og 50 sek í refsingu.
Sérleið 10.Aftur með 11 besta tíman,þau eru komin upp í 17 sæti yfir heildina og ein leið eftir.
Sérleið 11.Sem var síðasta sérleið rallsins þau voru með 10 besta tíman á þessari leið og kláruðu rallið í 15 sæti og í 10 sæti í EVO-Challenge keppninni,þau geta verið stolt af þessum árangri því þau lentu greinlega í basli á sjöundu leið og fengu mikla refsingu,til hamingju með fínan árangur í þessari keppni,svo koma betri fréttir af gengi þeirra í þessu ralli í kvöld eða morgun inná www.hipporace.blog.is .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danni og Ásta keppa í Bretlandi
5.10.2007 | 22:50
Íslandsmeistararnir í ralli systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn eru að fara að keppa í bresku meistarakeppninni á morgun.Þau hafa keppt nokkrum sinnum í Bretlandi á þessu ári með góðum árangri.Markmið Danna og Ástu er að klára rallið sem yrði frábær árangur hjá þeim,ralllið er 165km á sérleiðum,það er því langur og strangur dagur fyrir höndum hjá Íslandsmeisturum okkar.Gaman að segja frá því að Ásta á afmæli á morgun til hamingju með daginn Ásta
.hægt verður að fylgjast með rallinu hér www.rallyyorkshire.co.uk/ svo ætla ég að reyna að henda inn fréttum af gangi mála hjá þeim,kanski koma fréttir af þeim inná þeirra síðu www.hipporace.blog.is
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustrall myndir
2.10.2007 | 22:03


Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lokastaðan á Íslandsmótinu
1.10.2007 | 23:41
Íslandsmótinu í rallakstri 2007 er lokið en alls voru sex umferðir í sumar og slagurinn var mikil í öllum röllum sumarsins,Íslandsmeistarar urðu systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn og óska ég þeim innilega til hamingju með frábæran árangur,bíll þeirra fylgir þessari frétt.Pétur og Heimir lentu í 7 sæti og urðu Íslandsmeistarar í MAX1-flokki og 2000 flokki til hamingju drengir með frábært sumar.Ég og Eyjó lentum í 8 sæti,lokastaðan kemur hér að neðan.
1.Daníel Sigurðsson-Ásta Sigurðardóttir 37,5 stig
2.Jón Bjarni Hrólfsson-Borgar Ólafsson 35 stig
3.Sigurður Bragi Guðmundsson-Ísak Guðjónsson 26 stig
4.Óskar Sólmundarson-Valtýr Kristjánsson 25 stig
5.Hilmar B. Þráinsson-Vignir R. Vignisson 17,25 stig
6.Fylkir A. Jónsson-Elvar Jónsson 15,5 stig
7.Pétur S. Pétursson-Heimir Snær Jónsson 14 stig
8.Eyjólfur D. Jóhannsson-Halldór Gunnar Jónsson 12 stig
9.Valdimar Jón Sveinsson-Ingi Mar Jónsson 11,5 stig
10.Sigurður Óli Gunnarsson-Elsa K. Sigurðardóttir 9,25 stig
11.Jóhannes V. Gunnarsson- Eggert Magnússon 7 stig
12.Þórður Bragason-Magnús Þórðarson 4,5 stig
13.Guðmundur Snorri Sigurðsson-Ingimar Loftsson 2,25 stig
14.Guðmundur Orri Mckinstry-Hörður Darri Mckinstry 2 stig
15.Sigmundur V. Guðnason-Jón A. Sigmundsson 2 stig
16.Guðmundur Höskuldsson-Ólafur Þór Ólafsson 1 stig
17.Jón Þór Jónsson-Stefnir Örn Sigmarsson 1 stig
18.Marían Sigurðsson- Jón Þór Jónsson 1 stig
19.Þorsteinn S. Mckinstry-Þórður Andri Mckinstry 0,5 stig.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)