Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Loeb með forustu í Grikklandi
31.5.2008 | 17:20
Frakkinn Sebastien Loeb er með forustu í Acropolis rallinu í Grikklandi sem nú er í gangi en tveir dagar af þrem er lokið rallinu lýkur á morgun,Norðmaðurinn Petter Solberg er í öðru sæti og ekki nema 28 sekúndum á eftir Loeb,Subaru liðið er með nýjan bíl í þessari keppni sem er greinilega að koma mjög vel út en þessi bíll á að vera mun betri en sá gamli,ég er virkilega sáttur við stöðu mála þar sem ég er P.Solberg fan,Henning Solberg bróðir Petters er í þriðja sæti í keppninni rúmum þrjátíu sekúndum á eftir bróðir sínum.
Á morgun verða eknar sjö sérleiðar og er lengsta leiðin 18 km en allar sérleiðarnar á morgun er um 100 km.
Mynd: www.rallye-info.com - Nýji bíllinn hjá Subaru.
Eru í 19.sæti eftir 3.sérleiðar
31.5.2008 | 12:36
Systkinin Daníel og Ásta eru í 19.sæti eftir 3.sérleiðar í Severn Valley rallinu í Wales,þau fengu 1:20 mín í refsingu á fyrstu leið en líklega verður sú refsingin fjærlægð og þá hoppa þau upp um 4.sæti,þau fara fljótlega inná 4.sérleiðina og má búast við tímum af þeirri leið rúmlega eitt,hægt að að fylgjast með tímunum hér www.tynecomp.co.uk/Results/MSA_gravel_08/severnvalley_08/1/stage/tindex.html .
Áfram Flóðhestar.
Gamlar & góðar myndir
27.5.2008 | 20:45
Ég var að klára myndaalbúmið gamlar og góðar www.ehrally.blog.is/album/GamlarogGodar og þetta eru ekki nema 160 myndir,það er óhætt að segja að þetta séu gamlar myndir því elstu myndirnar eru frá árinu 1977( ég var ekki einu sinni fæddur þá ),ég fékk flestar af þessum eldri myndum hjá Dodda frænda,endilega að kíkja á þetta stórskemmtilega albúm njótið vel.
Mynd: Doddi og Pabbi heitin á Lyngdalsheiði í haustralli 1989.
Bílar og akstur | Breytt 28.5.2008 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýtt útlit á bílum
24.5.2008 | 23:30
Það er virkilega gaman að sjá hvað menn eru með mikinn metnað í rallinu að gera bíla sýna flotta,það var greinilegt í fyrsta rallinu að menn hafa pælt í útlitinu á bílunum í vetur en auðvita skiptir útlitið máli á bílunum,nokkrir bílar fengu ný og flott útlit og einnig eru nýju bílarnir flottir.
Hér að neðan sýni ég myndir af þrem bílum sem fengu ný útlit í vetur og ég leyfi mér að segja að þetta eru flottustu rallýbílarnir í dag.
Bíll Péturs og Heimis Lancer Evo 6.
Bíll bræðranna Gunnars & Jóhanns Ford Focus.
Bíll Valda & Inga Subaru Impreza.
Allar þessar myndir eru teknar af síðu Gulla Briem http://gullibriem.blog.is nema ein þá mynd tók JAK af bíl Péturs og Heimis.
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sex keppnir búnar í WRC
21.5.2008 | 23:15
Sex keppnir eru búnar á heimsmeistaramótinu í rallakstri en um síðustu helgi var keppt á Ítalíu,Frakkinn og fjórfaldur heimsmeistari Sebastien Loeb sigraði rallið um síðustu helgi og annar var Finninn Mikko Hirvonen en Finninn leiðir stigakeppnina með 3.stiga forskot á Loeb.
Næsta keppni verður 29.maí til 1.Júní og það er Acropolis rallið,Sebastien Loeb hefur aðeins einu sinni sigrað Acropolis rallið og það var árið 2005,besti árangur Hirvonen er 3.sætið í Acropolis.
Staðan hjá ökumönnum eftir sex keppnir.
1st | Mikko Hirvonen | 8 | 8 | 5 | 4 | 10 | 8 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 43 |
2nd | Sébastien Loeb | 10 | 0 | 10 | 10 | 0 | 10 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 40 |
3rd | Chris Atkinson | 6 | 0 | 8 | 8 | 6 | 3 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 31 |
4th | Jari-Matti Latvala | 0 | 10 | 6 | 0 | 2 | 6 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 24 |
5th | Daniel Sordo | 0 | 3 | 0 | 6 | 8 | 4 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 21 |
6th | Gigi Galli | 3 | 6 | 0 | 2 | 1 | 5 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 17 |
7th | Henning Solberg | 0 | 0 | 4 | 0 | 5 | 2 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 11 |
8th | Petter Solberg | 4 | 5 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 9 |
9th | Frederico Villagra | - | - | 2 | 3 | 3 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 8 |
10th | Matthew Wilson | 0 | 0 | 3 | 0 | 4 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 7 |
11th | Conrad Rautenbach | 0 | 0 | 0 | 5 | 0 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 5 |
12th | Francois Duval | 5 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 5 |
13th | Andreas Mikkelsen | - | 4 | - | - | - | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 4 |
14th | Toni Gardemeister | 0 | 2 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
14th | Jean-Marie Cuoq | 2 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
16th | Per-Gunnar Andersson | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
17th | Sébastien Ogier | - | - | 1 | - | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
18th | Urmo Aava | - | 0 | - | - | 0 | 1 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
19th | Andreas Aigner | - | - | - | 1 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
20th | Juho Hänninen | - | 1 | - | - | - | - | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
Mynd: Sebastien Loeb í Acropolis rallinu 2007.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndir & vídeó frá rallinu
19.5.2008 | 23:45
Myndir og vídeó eru farinn að detta inná netið af fyrsta rallinu sem var um síðustu helgi.
Þær síður þar sem myndir eru komnar inn.
www.flickr.com/photos/elvarorn
www.motorsportklippur.net (vídeó)
Myndir: www.gullibriem.blog.is og www.rally.blog.is .
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær byrjun á tímabilinu
18.5.2008 | 15:40
Fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í rallakstri lauk í gær,nítján áhafnir hófu keppni en fjórtán komust í endamark.
Það er óhætt að segja að ralltímabilið byrji frábærlega og það stefnir í gríðarlega skemmtilegt sumar,fyrir rallið var búið að spá Sigga Braga & Ísak og Jóni & Borgari fyrstu tveimur sætunum og að þeir myndu slást um þessi tvö sæti og það kom á daginn til að byrja með,hinsvegar var ekki búist við að þeir fengju harða keppni enda voru margir að keyra fjórhjóladrifsgræjur í fyrsta skipti,en þeir fengu nú samt töluverða keppni þrátt fyrir að nokkrar áhafnir eins og áður sagði hafi verið að læra inná sína græjur og eiga eftir að læra enn meir því þú nærð ekki fullum tökum á svona græjum fyrr en eftir 3/4 röll.
Jón & Borgar voru með forustuna eftir fyrsta dag en strax á fyrstu tveimur leiðunum á degi 2 voru þeir farnir að gefa eftir og þeir féllu úr leik með bilaðan drifbúnað á sérleið 7.Páll og Aðalsteinn veltu á sérleið 6 á nýja fína Subaru þeir náðu reyndar að klára leiðin en þurftu að hætta keppni því framrúðan var það mikið brotin.
Mínir drengir Pétur & Heimir náðu 2.sætinu sem er auðvita frábær árangur,þeir voru að aka bílnum í fyrsta skipti í keppni og það var tekin ákvörðun um að læra á bílinn og keyra sitt rallý,þrátt fyrir þetta öruggan akstur hjá þeim þá náðu þeir þrisvar besta tíma á sérleið sem er auðvita mjög gott.Bíllinn var að reynast mjög vel og þeir eru gríðarlega ánægðir með bílinn og ekkert kom uppá í rallinu og það er ekki ein rispa á bílnum.
Henning og Gylfi sigruðu 1600 og 2000 flokkinn frábær árangur það,og Guðmundur og Ingimar unnu jeppaflokkinn.
Sérleiðatímar Péturs og Heimis.
Leið 1. 01:00 - 4 besti
Leið 2. 00:57 - besti tími
Leið 3 19:39 - 3 besti
Leið 4 03:32 - 3 besti
Leið 5 03:03 - besti tími
Leið 6 07:15 - 3 besti
Leið 7 07:38 - 3 besti
Leið 8 07:15 - 3 besti
Leið 9 07:31 - 2 besti
Leið 10 03:06 besti tími.
Þrisvar besti tími.
Einu sinnu annar besti.
fimm sinnum þriðji besti.
Einu sinni fjórði besti.
Lokastaðan í rallinu
1. Sigurður Bragi og Ísak 59:06
2. Pétur og Heimir 01:00:56
3. Marian og Jón Þór 01:03:00
4. Jóhannes og Björgvin 01:05:28
5. Fylkir og Elvar 01:07:33
6. Sigurður Óli og Hrefna 01:07:57
7. Valdimar og Ingi 01:08:03
8. Henning og Gylfi 01:10:50
9. Guðmundur og Ingimar 01:12:13
10. Kjartan og Óli Þór 01:13:08
11. Ólafur og Sigurður 01:13:36
12. Reynir og TBN 01:15:06
13. Ásta og Steinunn 01:18:09
14. Gunnar og Hafsteinn 01:20:13.
Mynd: Pétur og Heimir með verðlaunin sín og sáttir við 2.sætið.
Sigurður Bragi og Ísak unnu vorrallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staðan í rallinu eftir fyrsta dag
17.5.2008 | 02:08
Staðan í rallinu eftir fyrsta dag,rallið heldur áfram á morgun laugardag.
1. Jón Bjarni og Borgar 00:22:58
2. Sigurður Bragi og Ísak 00:24:08
3. Pétur S. og Heimir Snær 00:25:08
4. Marian og Jón Þór 00:26:31
5. Jóhannes og Björgvin 00:27:00
6. Sigurður Óli og Hrefna 00:27:31
7. Gunnar F. og Jóhann 00:28:20
8. Fylkir A og Elvar 00:28:34
9. Henning og Gylfi 00:28:39
10. Guðmundur S og Ingimar 00:29:16
11. Kjartan og Óli Þór 00:30:04
12. Ólafur I og Sigurður R 00:30:10
13. Reynir og TBN 00:30:16
14. Ásta og Steinunn 00:31:27
15. Valdimar og Ingi 00:31:53
16. Páll og Aðalsteinn 00:32:39
17. Sigurður R og Arena 00:33:01
18. Úlfar og Birkir 00:35:59.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinnur Lancer fyrsta rallý sumarsins fjórða árið í röð.
15.5.2008 | 23:59
Ég tók saman hverjir hafa verið að vinna fyrstu keppni sumarsins síðustu ár og fór ég tíu ár aftur í tíman,ef Lancer vinnur um helgina þá yrði það fjórða árið í röð sem Lancer vinnur fyrstu keppni sumarsins.Sigurður Bragi og Ísak unnu fyrsta rallý sumarsins 2005 á Lancer Evo 5 og Daníel og Ásta unnu 2006 og 2007 á Lancer Evo 6.
Keppnin um helgina verður mjög spennandi og slagurinn verður án efa mikil.
Sigurvegarar síðustu tíu ára.
2007 - Daníel og Ásta - MMC Lancer Evo 6
2006 - Daníel og Ásta - MMC Lancer Evo 6
2005 - Sigurður Bragi og Ísak - MMC Lancer Evo 5
2004 - Sigurður Bragi og Ísak - Ford Focus VRC
2003 - Rúnar og Baldur Jónssynir - Subaru Legacy
2002 - Rúnar og Baldur Jónssynir - Subaru Legacy
2001- Rúnar og Jón Ragnarson - Subaru Impreza
2000 - Rúnar og Jón Ragnarson - Subaru Impreza
1999 - Rúnar og Jón Ragnarson - Subaru Legacy
1998 - Sigurður Bragi og Rögvaldur - Metro .
Upplýsingar um rallið sem byrjar á morgun http://l2c.dori.ath.cx/tm.pdf .
Ný vefsíða opnuð
12.5.2008 | 22:00
Ný vefsíða hefur verð opnuð um íslenskt Mótorsport www.motorsportklippur.net og eigandi þessara síðu er Halldór Vilberg Ómarsson.
Þessi síða hefur verið í vinnslu í nokkrar vikur og hún er að koma mjög vel út og þetta er frábært framtak hjá nafna mínum,það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi inná www.motorsportklippur.net t.d.greinar um rallið,torfæruna,myndir og vídeó,svo þegar líður á sumarið mun auðvita myndabankinn og Vídeóbankinn stækka.
ALLIR að kíkja á www.motorsportklippur.net .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)