Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hirvonen sigraði á heimavelli

mikko hirvonen 2 26441b[1]Finninn Mikko Hirvonen sigraði Finnska rallið sem lauk í gær. Hirvonen var með forustu allt rallið en það var þó naumt allan tíman, þetta er í fyrsta skipti sem hann fangar sigri á heimavelli, hann var á verðlaunapalli 2007, 2008 og núna tókst honum að sigra eins og áður sagði. Finninn hefur nú unnið þrjú mót í röð og er til alls líklegur með að hampa titlinum í fyrsta sinn.

Heimsmeistari síðustu fimm ára, Frakkinn Sebastien Loeb lenti í örðu sæti í þessu móti, hann er nú þremur stigum á eftir Hirvonen í stigakeppninni. Loeb hefur ekki náð að sigra síðustu fjögur mót og það gæt orðið Frakkanum dýrt þegar upp er staðið.

Jari-Matti Latvala, sem er landi og liðsfélagi Hirvonens varð í þriðja sæti. Latvala hefur ollið töluverður vonbrigðum á þessu tímabili en núna stóð hann sig fínt, kannski ekki annað hægt þar sem hann var á heimavelli.

Af 23.sérleiðum sigraði Hirvonen 10.leiðar, Loeb 8 og Latval 5.

Efstu átta í rallinu

1. Hirvonen/J Lehtinen           FIN             Ford Focus RS   2:50:40.9
2. Loeb/D Elena                     FRA             Citroen C4        2:51:06.0
3. J-M Latvala/M Anttila          FIN             Ford Focus RS   2:51:30.8
4. Sordo/M Marti                    ESP             Citroen C4        2:51:47.0
5. Rantanen/M Lukka             FIN             Ford Focus RS   2:54:59.1
6. Ogier/J Ingrassia               FRA             Citroen C4        2:54:59.4
7. Ketomaa/M Stenberg         FIN             Subaru Impr     2:55:48.4
8. Wilson/S Martin                 GBR             Ford Focus RS  2:57:4.5    

Staða til heimsmeistara átta efstu

1st  Mikko Hirvonen688808101010---68
2nd  Sébastien Loeb10101010105028---65
3rd  Daniel Sordo845680085---44
4th  Jari-Matti Latvala0600310606---31
5th  Henning Solberg 550461060---27
6th  Petter Solberg-36506050---25
7th  Matthew Wilson224043041---20
8th  Sébastien Ogier300020803---16

Mynd: Hirvonen.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband