Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Rallý á morgun

img_5954siggilitilÞriðja og síðasta umferð Bikarmótaraðar BÍKR fer fram á morgun laugardag. 18 bílar eru skráðir til leiks. Keppnin á morgun fer fram við Sundahöfn (bak við klepp) en búið er að útbúa flotta sérleið þar sem tveir bílar munu aka í einu.

Keppnin á morgun byrjar kl: 9:00 og henni lýkur um 18:00.

Eitthvað af bílum vantar í þessa keppni sem verða með á Íslandsmótinu í sumar en engu að síður verður fjöldi af öflugum og flottum græjum þarna, þar má helst nefna fyrrum Íslandsmeistara í rallakstri þá Sigurð Braga og Ísak Guðjónsson en þeir aka MMC Lancer Evo 7.

Mynd: Siggi og Ísak á ferð 2008.


Alli og Heimir - ný heimasíða og nýr bíll !

front2v2.jpgX rallý keppnisliðið frumsýndi í morgun nýja bílinn sinn á nýju heimasíðunni sinni www.xrally.is .  Virkilega flott síða og bíllinn ekki síðri ! Smile.

Ökumenn bílsins eru Aðalsteinn og Heimir (bróðir) og það verður virkilega gaman að fylgjast með þessu liði í sumar.  Alli og Heimur byrjuðu að keppa saman í fyrra en þá var Aðalsteinn á sínu fyrsta ári í rallinu, Heimir á hinsvegar orðið langa sögu í rallinu þó ungur sé að árum og verið í fremstu röð síðustu ár og án efa einn besti aðstoðarökumaður landsins !.

Liðstjóri liðsins er enginn annar en Ísak Guðjónsson en hann er margreyndur úr rallinu og á að baki marga titla og sigra í rallakstri.  Aðrir menn í þjónustuliðinu hafa mikla reynslu úr mótorsporti og þá aðallega úr rallinu,  ökumenn bílsins þurfa því ekki að hafa áhyggjur af ástandi bílsins í sumar og keppnisplani því það kunna þessir menn !.

Bíllinn er ekki enn kominn til landsins en von er á honum á næstu dögum. Íslandsmótið byrjar 21 Maí.

Í fréttablaðinu í dag má sjá nánar um þetta lið og viðtal við Aðalstein og endilega að kíkja á þessa flottu síðu www.xrally.is .

Mynd: Bíllinn er ekkert slor !! :-).


Jón Bjarni mætir á nýjum bíl með nýjan gamlan Cóara

IMG 2100copyJón Bjarni Hrólfsson sem er ríkjandi Íslandsmeistari  mætir á nýjum  bíl í sumar og einnig verður nýr gamall aðstoðarökumaður.  Borgar Ólafsson verður í hægra sætinu aftur, Boggi keppti með Jóni 2006, 2007 og 2008.

Bíllinn sem þeir mæta á þekkir undirritaður ágætlega, þetta er bíllinn sem ég og Eyjó kepptum á sumarið 2007 og í Rallý Reykjavík 2008.  Jón Bjarni keypti bílinn af Eyjó á dögunum og kom bíllinn til landsins fyrir nokkrum dögum. Bíllinn er af gerðinni Subaru Imprezu STi með 2,5 mótor.

Það verður gaman að sjá hvað þeir gera á þessum bíl en þeir óku samskonar bíl árið 2007 en í fyrra og hitti fyrra var Jón Bjarni á MMC Lancer Evo 7.

Íslandsmótið byrjar 21 Maí og stefnir í skemmtilegt rallý sumar. Haldin verður sprettur á laugardaginn kemur við Sundahöfn, einnig verður fjöldi sýningarviðburða settir upp í tengslum við keppnina

Fleiri fréttir af rallinu kemur inn á næstu dögum!.

Mynd: Bíllinn sem Jón Bjarni hefur fest kaup á.

 


Frábær árangur hjá Danna og Ástu!

25241_1422540087297_1346565586_1172457_7466050_n.jpgSystkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn hafa heldur betur staðið sig vel í Bresku meistarakeppninni á þessu ári. Þegar tveim mótum er lokið eru í þau í 2.sæti til meistara, hafa 26 stig en sá sem leiðir er Jonny Greer með 32 stig, frábær árangur hjá þeim en tveim mótum af sjö er nú lokið. Næsta keppni fer fram síðustu helgina í Maí í Skotlandi.

Í keppninni um helgina lendu þau í 4 sæti en liðsfélagi þeirra Gwyndaf Evans sigraði rallið en þau aka samskonar bílum.

Það er greinilegt að Danni er orðin með hröðustu mönnum í Breska rallinu og það er meira en að segja það . Þarna eru margir góðir ökumenn og ekki sjálfgefið að vera í þessari toppbaráttu sem Daníel og Ásta eru nú komin í af fullri alvöru :-).

Mynd: Danni og Ásta á ferð um helgina.


Loeb vann í Jórdaníu

100403_rock[1]Frakkinn Sebastien Loeb sigraði Jórdaníu rallið sem lauk í morgun. Hann tók forustuna um miðjan dag í gær og lét hana aldrei af hendi eftir það,  með þessum sigri er Frakkinn komin með ágætt forskot í stigamótinu.

Finninn Jari-Matti Latvala gerði heiðarlega tilraun til að ná Loeb í dag en allt kom fyrir ekki og Latvala endaði í 2 sæti, hann kom 35 sekúndum á eftir Frakkanum í mark.

Norðmaður Petter Solberg gerði vel og endaði í 3 sæti. Hann kom rúmri mínútu á eftir Loeb í mark. Solberg sigraði 5 sérleiðar í þessar keppni.

Lokastaðan topp 8.

1. Loeb

2. Latvala +35.8s

3. P. Solberg +1:11.8s

4. Sordo +1:49.3s

5. Wilson +8:24.3s

6. Ogier +10:26.4s                                                                

7. Villagra +11:28.0s

8. Raikkonen +12:31.0s

Mynd: www.wrc.com- Loeb á ferð í morgun.


Heimsmeistarinn tekur forustuna

090201_smileFrakkinn Sebastian Loeb er komin með góða forustu eftir tvo keppnisdag af þrem í Jórdaníu rallinu. Loeb hóf daginn í 3 sæti. Hann hélt mikið aftur af sér í gær til að losna við lausamölina, það er ekki gott að vera fyrsti bíll þegar mölin er svona og líklega er best að vera þriðji eins og hann var í dag. Það sást líka vel á tímunum því Finninn Jari-Matti Latvala gaf mikið eftir en hann var fyrstur í morgun en er nú í 3 sæti og orðin 28 sekúndum á efir Frakkanum.

Loeb hefur ekið eins og sannur heimsmeistari í dag og er komin með 24 sekúndur í forskot, Loeb sigraði fjórar sérleiðar í dag af sex.

Sebastien Ogier landi Loeb er í 2 sæti og verður erfitt fyrir hann að ógna landa sínum, því það er engin betri en Loeb að halda forustu. Ogier náði tvisvar öðrum besta tíma á sérleið í dag og fjórum sinnum þriðja besta.

Norðmaðurinn Petter Solberg er í 4 sæti en hann vann tvær leiðar í dag, hann er 15 sekúndum á eftir Latvala sem er í 3 sæti.  Finninn Kimi Raikkönen hefur ekið vel í dag en af skynsemi og er hann  í 8 sæti, besti árangur hans á sérleið í dag var 6 besti.


Latvala leiðir eftir fyrsta dag

100401_bur[1]Finninn Jari-Matti Latvala hefur forustu eftir fyrsta keppnisdaginn í Jordaníu rallinu. Latvala tók forustuna strax á 1 leið en á leið 3 missti hann hana til Dani Sordo. Á leið 4 var Latvala komin aftur í bílstjórasætið og er hann enn fyrstur þegar degi eitt er lokið af þrem.

Frakkinn Sebastien Ogier hefur ekið vel í dag og er í öðru sæti á eftir Finnanum. Það eru samt nokkrir ökumenn sem anda ofaní hálsmálið á Ogier því aðeins munar 14 sekúndum á örðu sæti og því sjötta. Það er skemmtilegur dagur í vændum á morgun og mikill slagur framundan í rallinu.

Alls hafa fjórir ökumenn sigrað sérleið í dag af þeim sjö sem eknar voru. Latvala vann þrjár, Norðmaðurinn Petter Solberg tvær, Dani Sordo vann eina og heimsmeistarinn Sebastien Lobe sigraði eina.

Fyrrum formúlu 1 heimsmeistarinn Finninn Kimi Raikkönen er í 10 sæti, besti árangur hans á sérleið í dag var 8 besti.

Mynd: Latvala á ferð í dag.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband