Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Einar og Símon mæta í toppslaginn aftur !

Sjá hér http://motor-sport.is/index.php?option=com_content&view=article&id=234:einar-og-simon-maeta-i-toppslaginn-aftur-&catid=2:rally&Itemid=3 

www.motor-sport.is


Komin á Mótor-Sport.is !

154991_137275056326388_137272336326660_203245_5875895_n

Á dögunum skrifaði ég undir samning við Mótor-Sport.is og mun í framtíðinni skrifa rallý fréttir þar .  Þetta er að sjálfsögðu mjög gott alla aðila og þetta hvetur mig bara enn frekar í að skrifa meira um íslenskt rall en ég hef gert undanfarin ár. 

Síðan hjá Ragnari (www.motor-sport.is ) er verulega flott og núna fylgjast allir með þessari síðu !Smile.  Ég mun til að byrja með henda tenglum á fréttirnar hérna inn.

Hér er ein glæný frétt http://motor-sport.is/index.php?option=com_content&view=article&id=225:silfurhafin-fra-sieasta-timabili-maetir-til-leiks-nyrri-bifreie&catid=2:rally&Itemid=3 

ALLIR að setja www.motor-sport.is í Favorites !!Smile.


Valdi og Ingi mæta aftur til leiks

elvaro 7135Valdimar Jón Sveinsson og Ingi Mar Jónsson mæta aftur til leiks í toppslaginn á komandi tímabili.  Þeir aka Subaru Imprezu í grubbu N og það verður gaman að sjá hvað þeir gera í sumar.

Þeir hafa lítið verið með síðustu tvö ár en tóku þátt í tveim keppnum 2009.  Valdi og Ingi tóku stóðu sig mjög vel 2008 og náðu fínum árangri.  Félagarnir mæta með bílinn öflugri nú en þá.  Valdi er hraður ökumaður og með góðum undirbúningi á bíl og áhöfn gætu þeir gert tilkall til Íslandsmeistaratitils í sumar.

Heimasíða þeirra félaga www.valdi.is   . Fréttir af fleiri keppendum í toppslagnum kemur inná næstu vikum.

Mynd: elvarorn@heimsnet.is / Valdi á flugi 2009.


Ný mótorsport síða

klappir3Ný og mjög flott mótorsport síða opnaði síðastliðið haust. Það er Ragnar Magnússon sem er eigandi þessara síðu.  Slóðin á síðuna www.motor-sport.is .

Ragnar hefur verið mikið í kringum mótorsport síðustu ár og þá aðalega torfæru og rallý en hann er í þjónustuliðinu hjá Jón Bjarna sem er Íslandsmeistari síðustu 2 ára í rallinu. hvet alla til að heimsækja þessu síðu sem hafa áhuga á motorsporti.  Virkilega flott framtak hjá Ragnari .  www.motor-sport.is .


Hirvonen sigraði fyrstu keppni ársins

WIWHIRVONEN-05Finninn Mikko Hirvonen gerði sér lítið fyrir og sigraði fyrstu keppni ársins á heimsmeistaramótinu í rallakstri.  Hann lét forustuna ekki af hendi en hann var með 3 sekúndu forskot á annað sætið þegar síðasti dagur hófst.

Norðmaðurinn Mads Ostberg lendi í öðru sæti en hann var í forustu eftir fyrsta dag. Hann var ekki nema sexúndum á eftir Hirvonen og það er ljóst að slagurinn á þessu tímabili verður skemmtilegur með tilkomu nýju bílana. Bæði Ostberg og Hirvonen aka Ford Fiesta RS WRC bíl.

 Fininn Jari Matti Latvala náði þriðja sætinu.  Frakkinn ungi og efnilegi Sebastien Ogier lendi í fjórða sæti.  Petter Solberg varð fimmti en hann var í þriðja sæti fyrir lokadaginn.

Heimsmeistari undanfarinn sjö ár Sebastien Loeb varð að láta sér sjötta sætið að góðu.  Næsta keppni fer fram í Mexico í byrjun mars.

Lokastaðan í Svíþjóð á þessum link http://wrc.com/results/2011/rally-sweden/stage-times .

Video frá fyrsta deginum


Með hækkandi sól tekur maður upp lyklaborðið :)

elvaro 9206Það er óhætt að segja að maður taki upp lyklaborðið þegar sólinn fer að hækka og ralltímabilið fer að ganga í garð.  Ég hef ekkert skrifað hér síðustu mánuði en er kominn að lyklaborðinu aftur.

Eins og undanfarin ár verður Íslandsmótið í ralli númer 1, 2 og 3 á þessari síðu en auðvita koma fréttir t.d. af WRC og kannski aðrar mótorsport greinar.  Nú þegar hafa komið inn nokkrar fréttir Wink.

Þið getið líka alltaf send mér póst á dorijons@gmail.com ef þið viljið koma fréttum á framfæri Smile.

Mynd: elvarorn@heimsnet.is/ Stuart Jones og Ísak í RR 2009.


Staðan í upphafi þriðja dags í Svíþjóð

WIWHIRVONEN021portFyrsta umferðin á heimsmeistaramótinu í rallakstri fer nú fram í Svíþjóð.  Þegar þetta er skrifað eru ökumennirnir farnir af stað inní lokadaginn

Baráttan hefur verið hörð fyrstu tvo dagana og menn hafa skipt á forustu nokkuð oft.  Til marks um slaginn milli manna þá hafa sex ökumenn sigrað þessar sextán sérleiðar sem búnar eru.  Kapparnir aka sex leiðar í dag og alls 91 km á sérleiðum svo það mun margt gerast á þessum síðasta degi.

Mikko Hirvonen og Jarmo Lehinen sem aka  Ford Fiesta RS WRC leiða keppnina í upphafi síðasta dags. 

Svona er staðan fyrir lokadaginn og eins og sést munar ekki nema 12 sekúndum á fyrsta og fimmta sætiSmile.  Svakalegur slagur framundan í dag!.

1. M Hirvonen/J Lehtinen FIN Ford Fiesta RS 2hr 34min 56.1sec
2. M Østberg/J Andersson NOR Ford Fiesta RS 2hr 35min 03.5sec
3. P Solberg/C Patterson NOR Citroen DS3 2hr 35min 05.0sec
4. J-M Latvala/M Anttila FIN Ford Fiesta RS 2hr 35min 07.0sec
5. S Ogier/J Ingrassia FRA Citroen DS3 2hr 35min 11.9sec
6. S Loeb/D Elena FRA Citroen DS3 2hr 36min 38.2sec
7. K Räikkönen/K Lindström FIN Citroen DS3 2hr 40min 01.6sec
8. P-G Andersson/E Axelsson SWE Ford Fiesta RS 2hr 40min 26.8sec
9. P Sandell/S Parmander SWE Skoda Fabia S2000 2hr 42min 40.9sec
10 M Wilson/S Martin GBR Ford Fiesta RS 2hr 42min 42.3sec

Mynd: www.rallye-info.com/ verður Hirvonen svona glaður eftir nokkra tíma.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband