Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Video úr Rally Reykjavík

IMG 1055

Smá kafli af Heklu þar sem við féllum úr leik í Rally Reykjavík í september síðastliðnum. Þetta var sú leið sem gekk langbest hjá okkur bræðrum eða þangað til mótorinn gaf sig. Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá vorum við í 4. sæti þegar þetta gerðist og með gott forskot í jeppaflokknum.


Blautur sprettur í gær!

IMG 0417Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur hélt sprett rall á Djúpavatni í gær og alls tóku 21 ökumaður þátt. Veðrið var ekki uppá marga fiska! Grenjandi rigning og mikið rok. Djúpavatnið var á floti og lentu margir í því að bleyta bíla sína.

Keyrðar voru fjórar ferðir í hvora átt, hver ferð 5 km. Heimir fór fyrstu tvær ferðirnar með Tinnu og gekk svona þokkalega en bleytti bílinn í báðum ferðum, enda eins og áður sagði var allt á floti þarna. Dóri fór næstu tvær ferðir og var bíllinn bara til vandræða í þeim ferðum. Eftir brotna kveikju, engar rúðuþurrkur, nokkrar blautar loftsíur og að húddið hafði fokið upp ákváðum við að draga okkur í hlé.

Sigurvegarar í þessum spretti voru Þór Líni og Sigurbjörn en þeir eru nýliðar í þessu sporti og eru að gera frábæra hluti. Gaman að verður að fylgjast með þeim félögum á næsta tímabili. Úrslit úr sprettinum https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0Amh72-_Sit3pdG5Od0VoSGhxdzl5cDZzWEtRcExvVUE#gid=0 .


Sprettur á laugardaginn

IMG 0807Rallysprettur verður haldinn næstkomandi laugardag á Djúpavatni. BÍKR heldur þennan sprett og verður ekinn 5,5 km kafli á Djúpavatninu. Fyrsti bíll ræsir kl: 11:00 en ræst er sirka 3 km frá þar sem oftast er startað.

Fregnir herma að 21 ökumaður séu skráðir til leiks sem er bara fínasta þátttka. Heimir er auðvita skráður á okkar Cherokee.

Eins og flestir vita fór vélin hjá okkur í Rally Reykjavík og fengum við aðra vél hjá Gumma Snorra til að geta mætt í þennan sprett. Þessi vél er ekki eins öflug og vélin sem var í en sú verður gerð öll upp fyrir næsta sumar.

Líklega fer Tinna eitthvað með Heimi og Dóri ætlar að reyna að ná nokkrum ferðum líka en mikilvægast er að Heimir ná sér í km á sérleiðum fyrir næsta sumar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband