Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

11 dagar í fyrstu keppni!

558484_3920392416555_1481901102_62951678_1987391421_n.jpgEkki eru nema 11 dagar í að Íslandsmótið í ralli hefjist! Spennan er örugglega farin að gera vart við sig hjá keppendum og ralláhugafólki en það lítur út fyrir mjög skemmtilegt rallýsumar.

Keppnin fer fram dagana 18 og 19 maí næstkomandi en hluti rallsins verður ekinn á föstudagskvöldi og síðan verður laugardagur þétt pakkaður með skemmtilegum leiðum. Reiknað er með að nokkrar nýjar sérleiðir verði sem gerir spennuna enn meiri. Upplýsingar um rallið inná www.bikr.is .

Eins og áður hefur komið fram á síðunni lítur út fyrir að mesta þáttakan verði í non turbo flokki og það verður virkilega gaman að sjá þann flokk í sumar. Vonandi rætist samt úr hinum flokkunum og jeppflokkurinn er einn þeirra en reikna má með þrem til fimm bílum í röllum sumarsins í þeim flokki.

Mynd: Cherokee bíll Kristins Sveinssonar en þetta er gríðalega öflugur bíll og vonandi mætir Kiddi í sem flestar keppnir. Bíllinn orðin fallegur og nýji orangs liturinn gerir mikið fyrir bílinn. Gaman verður að fylgjast með Kidda og vonandi fær hann sem mesta keppni í jeppaflokknum.


12 dagar í fyrstu keppni! - video

Frumraun ehrally.blog.is í myndbandsgerð. Njótið vel Smile.


16 dagar í fyrstu keppni!

images_impreza_build_imprezaAðeins 16 dagar eru í að keppnistímabilið í rallakstri hefjist og eru flestar áhafnir á fullu þessa dagana að græja bíla sína fyrir átök sumarsins.

Skráning er hafin í fyrstu keppnina sem BÍKR heldur sem fer fram dagana 18 og 19 maí næstkomandi. Upplýsingar fyrir þá sem ætla taka þátt eru inná www.bikr.is .

Keppnin í sumar verður án efa hörð og skemmtileg. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að mesta þáttakan verði í non turbo flokki og það verður virkilega gaman að sjá baráttuna í þeim flokki í sumar. Nokkrir bílar hafa verið smíðaðir í vetur í þessum flokki og gætum við verið að sjá allt uppí 8 til 10 bíla mæta í sumar.

Því miður verður keppnin í stóra flokknum kannski ekki eins mikil og undanfarin ár en það er þó aldrei að vita og vonandi rætist úr því þegar nær dregur fyrstu keppni.

Mynd: Nýji bíll þeirra Þórðar og Björns Inga en þeir mæta til leiks í non turbo flokknum. Það verður að hrósa þeim félögum fyrir bílinn sem er geysilega fallegur og vel smíðaður! Þeir Þórður og Björn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum í jeppaflokki í fyrra og það verður gaman að sjá hvað þeir gera í non turbo í sumar. Heimasíða þeirra félaga www.550.is

Um að gera fyrir keppendur að senda mér nokkrar línur um undirbúning og mynd og ég birti það hér á síðunni, sendið á dorijons@gmail.com .


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband