Suðurnesjarallið dagana 11/12 júní

aifs_logo[1]Önnur umferðin á Íslandsmótinu í ralli fer fram eftir 8 daga en þá verður verður Suðurnesjarallið svo kallaða ekið.  Rallið fer fram á föstudegi og laugardegi.  

Akstursíþróttafélag Suðurnesja (AÍFS) heldur þessa keppni og það er verulega gaman að sjá hvað þeir leggja mikið í þessa keppni.  Þeir tóku starfi sitt hressilega í gegn í vetur og það ber að hrósa þeim fyrir það! Smile. Þeir opnuðu einnig stórglæsilega heimasíðu www.aifs.is og eru mjög virkir á henni.

Nokkrar nýjar leiðir verða eknar og allar mjög áhorfendavænar en líklega vinnst rallið og tapast á Djúpavatninu skemmtilega.  Skráning er enn í fullum gangi,  svo það er ekki vitað þegar þetta er skrifað hversu margir bílar mæta, það verða samt fleiri en í fyrsta mótinu en þá voru 14 bílar sem hófu leik en 10 kláruðu. 

Það er ljóst að að slagurinn í þessari keppni verður harður, ef tekið er mið á síðustu keppni. Líklegir til að berjast um sigur eru Jón Bjarni og Borgar, Aðalsteinn og Heimir og hinsvegar Hilmar og Stefán.

Tímamaster keppninnar er komin - hægt að sjá hann hér http://www.aifs.is/skjol/aifsmaster2010.pdf .

Allar upplýsingar um keppnina inná www.aifs.is .

ÁFRAM RALLÝ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband