Góður sigur

Góður sigur hjá strákunum í kvöld,ég komst því miður ekki á leikinn.Íslenska-liðið byrjaði illa í kvöld en þegar 2 mín voru eftir af öðrum leikhluta komust við yfir í fyrsta skipti 36-33,Austurríkismenn voru yfir í hálf 39-41,Íslenska-liðið spilaði vel í síðari hálfleik og lönuðu öruggum sigri þeim þriðja í röð í B-deild Evrópumótsins og áttundi sigurinn í síðustu níu leikjum frábært greinilegt að liðið er á réttri leið,til hamingju með góðan sigur í kvöld strákar.

Ég verð að hrósa mbl.is fyrir góða textalýsingu frábært hjá þeim,eftir Finnaleikinn hafa þeir heldur betur tekið sig á og hafa fjallað vel og mikið um landsliðið síðustu daga,einnig hefur morgunblaðið verið með góðar umfjallanir,svo er bara að vona að þeir verði jafn duglegir að fjalla um körfuna í vetur en Íslandsmótið fer af stað eftir mánuð,frábært mbl og mogginnWink.Núna er ég ekki sáttur með RÚV þeir ætla bara að sýna valda kafla úr leiknum núna rétt á eftir en ekki allan leikinnFrown.


mbl.is Íslendingar lögðu Austurríkismenn 91:77
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Verum jákvæði, RÚV sýnir þó eitthvað. Það hefur ekki alltaf verið þannig.

Hvað gera Stöð2 og SÝN?

Rúnar Birgir Gíslason, 6.9.2007 kl. 10:06

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Það er rétt Rúnar RÚV hefur staðið sig vel undanfarið en þeir gátu nú alvega sýnt leikinn í heild sinni,ég er alveg sammála þér með stöð2 og sýn þeir nenna bara að sýna frá úrslitakeppninni í körfu...

Heimir og Halldór Jónssynir, 8.9.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband