Færsluflokkur: Bílar og akstur
Pirelli rallið á Snæfellsnesi
2.7.2008 | 23:59
Þriðja rallý sumarsins fer fram á laugardag á Snæfellsnesi.Þetta rall um helgina verður mjög kerfjandi fyrir ökumenn og lítil mistök geta kostað að menn verði hreinlega úr leik.
15.bílar eru skráðir til leiks þar af 8 fjórhjóladrifsbílar.Slagurinn verður mikill um helgina og margar áhafnir geta sigrað en erfitt er að spá einhverjum einum sigri.
Kolla ætlar henda inn einhverjum fréttum af rallinu yfir daginn.Auðvita eiga ALLIR að mæta á Snæfellsnesið og fylgjast með skemmtilegri keppni en fyrir þá sem ekki komast geta fylgst með þessari síðu.
Rásröð rallsins http://spreadsheets.google.com/pub?key=puuBqYPP8tmFEw0EAxivMMw
Tímamaster http://spreadsheets.google.com/pub?key=puuBqYPP8tmFx4QuTlwFZMA
Mynd: Gerða/ www.hipporace.blog.is .
Bílar og akstur | Breytt 3.7.2008 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danni vann Mid Wales Stages
2.7.2008 | 23:39
Daníel Sigurðarson Íslandsmeistari í rallakstri sigraði í Mid Wales Stages rallinu sem var um síðust helgi.Rallið var um 70 km að lengt og sérleiðarnar voru sjö talsins.
Þetta rall var ekki hluti af Evo Challenge mótaröðinni sem Danni hefur verið að keppa í ásamt Ástu og Ísaki og fékk því Danni til liðs við sig breskan aðstoðarökumann að nafni Andrew Sankey sem þekkti hverja þúfu á þessum leiðum.
Ég vil óska Danna og öllu hans liði hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur og þau eiga þetta svo sannarlega skilið.
Mynd: www.hipporace.blog.is .
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pirelli rallið á Snæfellsnesi 5.júlí
27.6.2008 | 10:40
3.umferðin á Íslandsmótinu í rallakstri fer fram um aðra helgi á Snæfellsnesi.Baráttan í rallinu verður mjög hörð og ekki síst ef tekið er mið af stöðunni í Íslandsmótinu en hún er aðeins örðuvísi en reiknað var með fyrir keppnistímabilið.
Tímamaster fyrir rallið http://spreadsheets.google.com/pub?key=puuBqYPP8tmFx4QuTlwFZMA
Sérleiðalýsingar http://docs.google.com/View?docid=dgqhm9xd_6dp65b3cg
Leiðabók http://docs.google.com/View?docid=dgqhm9xd_8hdwxxbcf
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góður sigur Hirvonen í Tyrklandi
15.6.2008 | 13:45
Finninn Mikko Hirvonen sem ekur Ford Focus sigraði í Tyrklandsrallinu sem lauk í morgun,liðsfélagi Hirvonen og landi hans Jari-Matti Latvala varð annar ekki nema 7,9 sekúndum á eftir fyrsta,heimsmeistarinn síðustu fjögur ár Sebastien Loeb lendi í þriðja sæti 25 sekúndum á eftir Hirvonen.
Nú er átta keppnum lokið til heimsmeistara og hefur Hirvonen endurheimt forustuna í stigakeppninni af Loeb og er Finninn nú með 59 stig,annar er Sebastien Loeb með 56 stig,Jari-Matti Latvala er þriðji með 34 stig.
Reykjanesrallið 2008 myndband
15.6.2008 | 01:15
Myndband frá Reykjanesrallinu sem var um síðustu helgi.Það var www.motorsportklippur.net sem tók þetta skemmtilega myndband saman.Njótið vel.
Næsta rall fer fram á Snæfellsnesi í byrjun júlí.
Staðan í Íslandsmótinu eftir tvær keppnir
9.6.2008 | 23:30
Tvær keppnir eru búnar í Íslandsmótinu í rallakstri,það vekur auðvita töluverða athygli að Pétur & Heimir og Marían og Jón Þór skipa tvö efstu sætin en báðar þessar áhafnir eru á sínu fyrsta tímabili á fjórhjóladrifsbílum.
Staðan eftir tvær keppnir
1) Pétur S. Pétursson og Heimir S. Jónsson - 18 stig
2) Marían Sigurðsson og Jón Þór Jónsson - 12 stig
3) Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson - 10 stig
4) Valdimar Jón Sveinsson og Ingi Mar Jónsson - 10 stig
5) Jóhannes V. Gunnarsson og Björgvin Benediktsson - 9 stig
6) Fylkir A. Jónsson og Elvar Jónsson - 9 stig
7) Sigurður Óli Gunnarsson og Elsa K. Sigurðardóttir 5 stig
8) Páll Harðarson og Aðalsteinn Símonarson - 3 stig
9) Henning Ólafsson og Gylfi Guðmundsson 2 stig .
Æðislegur sigur
8.6.2008 | 02:02
Stolt mitt er gríðarlega mikið eftir þetta rallý sem lauk á Suðurnesjum í gær,mínir drengir Pétur & Heimir gerðu sér lítið fyrir og unnu rallið með stórglæsilegum akstri þó þeir séu aðeins í sinni 2.keppni á fjórhjóladrifs græju og með þessum sigri taka þeir forustuna í Íslandsmótinu með 18.stig,næstu menn eru með 12.stig og það eru Marian og Jón Þór(einnig í sinni 2.keppni á fjórhjóladrifs græju)
Það var mikill slagur í rallinu um 1.sætið fyrstu 9.sérleiðarnar milli Péturs & Heimir,Jón & Borgars og Sigga Braga og Ísaks,á 7.sérleið urðu Siggi Bragi og Ísak frá að hverfa með bilaðan bíl og þá voru þeir í 3.sæti 4 sek á eftir Pétri & Heimi sem voru í 2.sæti en Jón & Borgar voru í 1.sæti með 20 sek forskot á Pétur & Heimi.
Á 9.leið um Djúpavatn fóru HLUTIRNIR AÐ GERAST,Jón & Borgar sprengja fljótlega á þessari 21 km leið,Pétur & Heimir voru komnir MJÖG nálægt þeim eftir c.a. 6/7 km akstur.Þeir sem keyra hægar á sérleið eða með bilaðan bíl ber skylda til að hleypa næsta bíl fram úr það greiðlega að hraðari bíllinn sé ekki tapa tíma,þegar c.a. 7/8.km voru eftir af leiðinni neyðast Pétur & Heimir að fara út fyrir veg og taka þannig fram úr Jóni & Borgari því þeir virtust ekkert vera að fara hleipa þeim fram úr,Pétur & Heimir voru búnir að vera MJÖG lengi STUTT fyrir aftan þá.Áheyrendur tóku greinilega eftir þessu inn á leið.
Eftir þessa 9.leið fóru Pétur & Heimir að keyra varnarakstur þar sem þeir voru komnir með nokkuð gott forskot á 2.sætið en þar sátu Valdimar og Ingi sem voru að keyra mjög vel í þessari keppni og það var mjög skemmtilegt að horfa á þá um helgina,svo í 3.sæti voru Marian og Jón Þór en þeir voru slást við Valdimar og Inga allt rallið,Marian er líkt og Pétur að taka mjög góða tíma og það er því óhætt að segja að nýliðarnir í stóra flokknum Pétur & Heimir og Marian & Jón Þór séu að stela senunni og kannski gott betur en það í stóra flokknum.
Henning & Gylfi sigruðu bæði 1600 flokkinn og 2000 flokkinn,sannarlega frábær árangur það,þeir hafa þar með unnið þessar fyrstu tvær keppnir í í þessum báðum flokkum,til hamingju Henning & Gylfi.
Guðmundur og Ingimar sigruðu jeppaflokkinn og er þeir með fullt hús í jeppaflokki,til hamingju strákar.
Ásta og Steinunn veltu illa á leið 7 um Djúpavatn og urðu að hætta keppni en sem betur fer var i lagi með stelpurnar en auðvita einhver eymsli,þær aka í jeppaflokki og það er gaman að sjá eina kvennaáhöfn í rallinu og vonandi laga þeirra góða þjónustu lið bíllinn og þær mæti hressar að vanda í næstu keppni.
Úrslit rallsins á þessum link www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=503 .
Myndir: Elvar Örn - http://www.flickr.com/photos/elvarorn .
Myndir: Ásgeir - http://www.flickr.com/photos/asgeirkg .
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Önnur umferð Íslandsmótsins hefst í dag
6.6.2008 | 02:15
Önnur umferðin í Íslandsmótinu í rallakstri hefst í dag á Suðurnesjum,ræst er inná fyrstu sérleið kl:18:30,19.áhafnir eru skráðar til keppni þar af 9 fjórhjóladrifsbílar.
Rallið um helgina verður mjög spennandi og það verður engin svikin af því að fylgjast með enda hefur rallýbílaflotin aldrei verið eins öflugur og nú,einnig er margir fallegir bílar sem einkenna rallið í dag.
Þeir sem koma til með að slást um sigurinn eru Jón & Borgar og Sigurður Bragi & Ísak,en ég gæti trúað því að einhverjar 2.áhafnir komi á óvart og blandi sér að alvöru um 1.sætið en hvaða áhafnir það verða veit ég ekki alveg.
Tímamasterinn.
http://lia.is/skjol/reykjanesrall08.pdf
Rásröð.
Mynd: Pétur & Heimir í fyrsta rallinu.
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loeb með forustu í Grikklandi
31.5.2008 | 17:20
Frakkinn Sebastien Loeb er með forustu í Acropolis rallinu í Grikklandi sem nú er í gangi en tveir dagar af þrem er lokið rallinu lýkur á morgun,Norðmaðurinn Petter Solberg er í öðru sæti og ekki nema 28 sekúndum á eftir Loeb,Subaru liðið er með nýjan bíl í þessari keppni sem er greinilega að koma mjög vel út en þessi bíll á að vera mun betri en sá gamli,ég er virkilega sáttur við stöðu mála þar sem ég er P.Solberg fan
,Henning Solberg bróðir Petters er í þriðja sæti í keppninni rúmum þrjátíu sekúndum á eftir bróðir sínum.
Á morgun verða eknar sjö sérleiðar og er lengsta leiðin 18 km en allar sérleiðarnar á morgun er um 100 km.
Mynd: www.rallye-info.com - Nýji bíllinn hjá Subaru.
Eru í 19.sæti eftir 3.sérleiðar
31.5.2008 | 12:36
Systkinin Daníel og Ásta eru í 19.sæti eftir 3.sérleiðar í Severn Valley rallinu í Wales,þau fengu 1:20 mín í refsingu á fyrstu leið en líklega verður sú refsingin fjærlægð og þá hoppa þau upp um 4.sæti,þau fara fljótlega inná 4.sérleiðina og má búast við tímum af þeirri leið rúmlega eitt,hægt að að fylgjast með tímunum hér www.tynecomp.co.uk/Results/MSA_gravel_08/severnvalley_08/1/stage/tindex.html .
Áfram Flóðhestar.