Færsluflokkur: Íþróttir

Ballið að byrja

p1010010[1]

Já ballið er að byrja hjá okkur rallýfólkinu því félagarnir Daníel og Ísak hefja keppni á morgun í Bresku meistarakeppninni,þetta er fyrsta mótið á þessu tímabili í Bresku keppninni,strákarnir fóru út í fyrradag til að æfa sig og stilla bílinn,þeir keppa á Mitsubishi EVO 9 sem Danni keypti nýverið en sá sem átti þennan bíl vann  EVO-Challenge meistarakeppninni árið 2006 þetta er gríðarlega öflugur bíll og er með betri bílum í  EVO-Challenge meistarakeppninni en það er sú keppni sem strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu tímabili og í þessu ralli verða sextán bílar í EVO-Challenge.

p1010025_443225[1]

Ég býð virkilega spenntur að sjá hvernig þetta fer hjá strákunum okkar og ég hef mikla trú á þeim,rallið hefst annað kvöld á tveimur innanbæjarleiðum sem verða eknar á malbiki,rallið heldur svo áfram á laugardagsmorgun.

p1010028_443226[1]

Gangi ykkur rosalega vel strákar og sýnið þessum gaurum í tvo heimanaDevil en komið samt með heilan bíl í endamarkWink.Það verða margir límdir við tölvuna annað kvöld og á laugardag að fylgjast með sérleiðatímunum og senda ykkur góða strauma fyrir þá sem ekki vita þá er verður hægt að fylgjast með rallinu inn á  www.rallyesunseeker.co.uk/index.htm .Áfram Ísland.

Myndir: www.hipporace.blog.is,Danni og Ísak við æfingar í dag.


Frábært til hamingju

KristjanEinarTRSBILL7[1]Ég vil óska Kristjáni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur,þetta er mjög mikið afrek hjá Kristjáni og ég er ekki viss um að margir hér á Íslandi viti hvað þetta er mikið afrek hjá drengnum.

Það verður virkilega gaman að fylgjast með honum í  framtíðinni og hver veit nema við Íslendingar eignumst mann í formúlu 1 innan nokkra ára,ég óska Kristjáni góðs gengis í komandi mótum,hægt er að fylgjast með Kristjáni á heimasíðu hans  www.kristjaneinar.com  .

Mynd: www.kristjaneinar.com .


mbl.is Kristján Einar ráðinn til bresks formúluliðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö dagar í Sunseeker

Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson keppa í sunseeker rallinu helgina 22/23,þetta er fyrsta mótið í Bresku meistarakeppninni á þessu tímabili,þeir félagar mæta á nýjum bíl sem er af gerðinni Mitsubishi EVO 9 stefna hjá þeim er sett á að læra á bílinn og klára rallið,þeir ræsa númer 32 sem er ekki gott því leiðarnar þarna grafast mikið og fyrstu bílarnir græða auðvita mikið á því,það má búast við um 100 bílum í þetta rallý.

leid2-sunseeker-2007

Ég hef sett upp skoðunarkönnun hér til hægri á síðunni og spyr hvernig þeim eigi eftir að ganga í keppninni,ég hvet fólk til að taka þátt í henni.

Mynd:Daníel og Ísak á ferð í sunseeker rallinu í fyrra.


Rallárið 2008 verður það besta í langan tíma

Danni-uk-2007Ég fagna því mjög að mbl.is skuli fjalla um þátttöku Danna og co þarna í Bretlandi því þau eiga það sannarlega skilið og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal hjá mbl.is.Það verður spennandi að sjá þau á þessu tímabili,ég er sannfærður um að árangurinn verður góður hjá þeim,það alveg rauðhæft að stefna á topp fimm,Danni sýndi það í fyrra þegar þau tóku þátt í 5 keppnum að mig minnir í Bretlandi og þá voru þau á öðrum bíl sem er ekki eins öflugur og nýji bíllinn.

Rallárið 2008 verður það besta í langan tíma að ég held,ekki nóg með að Danni og co muni taka þátt í Bresku meistarakeppninni og gera það gott þar,einnig er íslenska rallið í gríðarlegri uppsveiflu og margir ökumenn eiga eftir að slást um fyrsta sætið,það er ljóst að nýjir bílar líta dagsins ljós í vor en fyrir eru margir góðir og fallegir bílar og toppbaráttan verður hörð,það verða um tíu bílar í toppbaráttunni í sumar,þeir sem koma til með að slást mest um fyrsta sætið eru Sigurður Bragi/Ísak,Jón Bjarni/Borgar og Óskar og Valtýr þessir menn eru með mestu reynsluna og óku best í fyrra fyrir utan Danna/Ástu,svo verða einhverjir sem koma á óvart og munu keppa um fyrsta sætið með hinum þremur áhöfnunum.Fyrsta rallið verður um miðjan Maí.

Mynd: www.hipporace.blog.is Danni og Ásta í keppni í Bretlandi 2007,þessi bíll er nú í eigu Jóhannes Gunnarssonar sem mun keppa á honum hér á Íslandi.


mbl.is Daníel og Ásta keppa á bresku rallmótaröðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórir Finnar í efstu átta sætunum

Latvala-Sweden-2008Hinn 22 ára Finni Jari-Matti Latvala sem ekur Ford Focus sigraði sænska rallið sem lauk í dag,þetta er fyrsti sigur Finnans á heimsmeistaramótinu og hann er því orðin yngsti sigurvegarinn á heimsmeistaramótinu í rallakstri frá upphafi,þessi ungi Finni vann 6 sérleiðir af þeim 20 sem voru eknar í rallinu,það er nokkuð ljóst að Latvala mun berjast um heimsmeistaratitilinn á þessu tímabili en þetta var aðeins annað mótið á tímabilinu,landi Latvala og liðsfélagi Mikko Hirvonen lendi í öðru sæti en hann endaði 58 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum,Mikko Hirvonen hefur tekið forustu í heildarkeppninni efir tvö mót hann er með 16 stig en næstir koma Loeb og Latvala báðir með 10 stig.Fyrstu átta sætin gefa stig til meistara og það voru fjórir Finnar sem náðu inn á átta efstu sætin auk þessara tveggja sem eru nefndir hér að ofan voru það Toni Gardemeister sem náði sjöunda sætinu en hann ekur Suzuki SX4 og Juho Hanninen lendi í áttunda sæti hann ekur Mitsubishi Lancer.Næsta keppni fer fram í Mexico í lok febrúar.

Staðan í heildarkeppninni eftir tvær keppnir

1st  Mikko Hirvonen88-------------16
2nd  Jari-Matti Latvala010-------------10
3rd  Sébastien Loeb100-------------10
4th  Gigi Galli36-------------9
5th  Petter Solberg45-------------9
6th  Chris Atkinson60-------------6
7th  Francois Duval5--------------5
8th  Andreas Mikkelsen-4-------------4
9th  Daniel Sordo03-------------3
10th  Jean-Marie Cuoq2--------------2
10th  Toni Gardemeister02-------------2
12th  Per-Gunnar Andersson10-------------1
12th  Juho Hänninen-1-------------1

Video af Jari-Matti Latvala á síðustu sérleiðinni í dag  www.wrc.com/jsp/index.jsp?lnk=310&featureid=244&desc=Latvala%20wins%20Swedish%20Rally  .

Mynd: www.latvalamotorsport.com .


Latvala með þægilega forustu

H.Solberg-SwedenFinninn Jari-Matti Latvala sem ekur Ford Focus er með þægilega forustu í Sænska rallinu sem er nú í gangi,þetta er annað mót heimsmeistarakeppninnar í rallakstri á þessu keppnistímabili,Norðmaðurinn Henning Solberg er í öðru sæti en hann er 56 sekúndum á eftir Latvala svo þriðja sætinu er Finninn Mikko Hirvonen en hann er ekki nema 2 sekúndum á eftir Solberg.Rallið heldur áfram í fyrramálið og því líkur á sunnudag.

Frakkinn Sebastian Loeb sem er heimsmeistari síðustu fjögra ára velti bíl sínum á fjórðu sérleiðin í dag sem var 22.km löng hann velti bílnum þegar þrír km voru eftir í mark,hann kemur aftur inn í rallið í fyrramálið en hann á enga möguleika á efstu sætunum.Það er greinlegt að Loeb er ekki að fýla sig í Svíþjóð því hann hefur aðeins einu sinni unnið Sænska rallið og það var árið 2004.

Mynd:  www.rallye-info.com  .Henning Solberg á fer í dag.


Hver vinnur Svíþjóð um helgina

marcus-sweden-2007Önnur umferðin á þessu keppnistímabili í heimsmeistarakeppninni í rallakstri fer fram í Svíþjóð um helgina,rallið byrjar í dag og því líkur á sunnudag.Finninn Marcus Grönholm hefur unnið Sænska rallið oftast eða fimm sinnum,árin sem  Grönholm vann voru 2000,2002 og 2003 öll skiptin á Peugeot 206,svo vann hann 2006 og 2007 á Ford Focus.Þessi fyrrum meistari í rallakstri er hættur keppni í heimsmeistarakeppni og er mikil eftirsjá í honum.

Slagurinn um helgina  verður örugglega harður og mín spá er að  Sebastian Loeb,Mikko Hirvonen og Chris Atkinson eiga eftir að slást um fyrsta sætið,Loeb sem er heimsmeistari síðustu fjögra ára hefur aðeins einu sinni fagnað sigri í Svíþjóð en það var árið 2004 hann þyrstir alveg örugglega í sinn annan sigur um helgina.Það er gaman að sjá að Suzuki er komið á fullt í wrc og Per-Gunnar Andersson sem ekur fyrir Suzuki verður á heimavelli um helgina og hann gæti látið að sér kveða í þessu ralli,hann náði 8.sætinu í Monte Carlo fyrir tveimur vikum.Það er hægt að fylgjast með rallinu inn á  www.wrc.com  og hægt að sjá tíma eftir hverja leið.

Video frá Sænska rallinu í fyrra hér  www.youtube.com/watch?v=a1uXHdk4DaA  .

Mynd:  www.rallye-info.com .


Chris Atkinson náði þriðja sætinu

Atkinson-mc-2008Fyrsta keppnin á þessu keppnistímabili í heimsmeistarakeppninni ralli lauk í Monte Carlo í dag,næsta keppni fer fram í Svíþjóð eftir tvær vikur.

Sébastien Loeb og Daniel Elena hafa unnið heimsmeistaratitilinn fjögur undanfarin ár og þeir unnu þetta rallý með töluverðum yfirburðum,Mikko Hirvonen sem endaði í öðru sæti var rúmum tveim mínútum á eftir Loeb þegar rallinu lauk.

Það var rosalega barátta um þriðja sætið milli Chris Atkinson sem ekur Subaru Impreza og Francois Duval en hann ekur Ford Focus,það fór svo að Atkinson náði þriðja sætinu en það munaði ekki nema einni sekúndu á honum og Duval sem endaði í fjórða sæti,baráttan var það mikil á milli þeirra að á síðustu sérleið rallsins voru þeir með nákvæmlega sama tíma og Atkinson fagnaði þriðja sætinu eins og áður sagði.

Mynd. www.rallye-info.com .


Heimsmeistarinn í fínum málum eftir 8.sérleiðir

diapo_307[1]Fyrsta keppnin á þessu ári í heimsmeistaramótinu í rallakstri fer fram nú um helgina,8.sérleiðum er nú þegar lokið.

 

Frakkinn Sebastian Loeb sem er heimsmeistari síðustu fjögra ára hefur þægilega forustu eftir tvo keppnisdaga.Loeb er 56 sekúndum á undan liðsfélaga sínu Dani Sordo sem er annar en þeir aka báðir Citroen.Í þriðja sæti er Finninn Mikko Hirvonen en hann er 26 sekúndum á eftir Sordo,Hirvonen ekur Ford Focus.Chris Atkinson sem ekur Subaru Impreza er í fjórða sæti en hann er einni mínútu á eftir Hirvonen.

Það er ekki rétt að Sebastian Loeb hafi unnið þetta mót fjögur ár í röð eins og kemur fram á mbl.is,Marcus Grönholm sem er nú hættur að keppa í WRC vann Monte Carlo rallið árið 2006,Loeb var þá í örðu sæti.

Mynd. www.rally-live.com .


mbl.is Loeb með mikið forskot í Mónakó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokahóf LÍA fór fram á föstudagskvöld

JAK_9878[1] Lokahóf akstursíþróttamanna var haldið á föstudagskvöld að Ásvöllum í Hafnafirði,töluverður fjöldi var saman komin til að skemmta sér og sjá ökuþóra taka við verðlaunum sínum.

Mínir menn Pétur og Heimir fengu afhenda bikarana fyrir 2000 flokkinn og MAX 1(1600 flokkur),en þeir urðu Íslandsmeistarar í báðum flokkum og höfðu mikla yfirburði sumarið 2007 í báðum flokkum.Keppnirnar voru sex talsins og þeir unnu allar keppnirnar í 1600 flokki og allar nema eina í 2000 en þar voru þeir í þriðja sæti.Í heildarkeppninni lentu þeir í sjöunda sæti og voru fjórar áhafnir á 4x4 turbo bílum fyrir aftan þá þegar tímabilinu lauk.Rallýsérleiðirnar voru 72 í sumar og unnu drengir 66 það sýnir þá yfirburði sem þeir höfðu í 1600 og 2000 flokki.Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í sumar því þeir munu keppa á EVO 6 lancer 4x4 turbo en þetta er bíll Íslandsmeistarana síðustu tveggja ára.

Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn fengu einnig Íslandsmeistarabikarana afhenda,þau höfðu þó nokkra yfirburði í sumar í heildarkeppninni en Sigurður Bragi,Jón Bjarni,Óskar Sól veittu þeim hvað mestu keppni.Systkinin reyndu fyrir sér líka í Bretlandi á síðasta ári með fínum árangri og þau eiga fullt erindi þarna úti.Hilmar og Vignir voru líka krýndir Íslandsmeistara í jeppaflokki og þeir eiga það sameiginlegt með hinum rallýmeisturunum að þeir höfðu mikla yfirburði í jeppaflokki.

Akstursíþróttamaður ársins var kjörin Sigurður Þór Jónsson en hann kemur úr torfærunni.Ég óska Sigurði til hamingju með þessa viðurkenningu.

JAK_9899[1]

           Mynd.Heimir og Pétur ánægðir með báða titlana og mega vera það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband