Færsluflokkur: Íþróttir
Í sjöunda sæti eftir tvö mót í Evo Challenge
5.4.2008 | 23:59
Önnur umferðinni í Bresku meistarakeppninni fór fram í dag í Border Counties í Skotlandi,aðstæður voru gríðarlega erfiðar og sérleiðarnar voru hálar og á tímabili snjóaði á meðan keppninni stóð og til marks um það fóru margar bifreiðar útaf.
Okkar strákar byrjuðu rallið gríðarlega vel og náðu 5.besta tíma yfir heildina á fyrstu leið og 2.besta í Evo Challenge,á leið tvö fóru þeir útaf og töpuðu einni og hálfri mínútu og við það féllu þeir niðrí 23.sæti og 9.sæti í Evo,en strákarnir voru grimmir á næstu leiðum og keyrðu mjög vel.Þeir kláruðu rallið og gott betur en það og enduðu í 14.sæti og 5.sæti í Evo Challenge.Til hamingju með góðan árangur í þessu móti strákar og nú er bara að byggja ofná þessa keppni og vinna þá næstu.
Það er oft talað um ef þetta og hitt hefði ekki komið fyrir og svo framvegis,og EF strákarnir okkar hefðu ekki farið útaf á leið 2 þá hefðu þeir lendi í 10.sæti yfir heildina og 4.sæti í Evo Challenge,alltaf gaman að tala um þetta ef
.
Staðan í Evo Challenge mótaröðinni eftir tvær keppnir.
1.sæti.Daniel Barry - 20.stig
2.sæti.Richard Cathcart - 18.stig
3.sæti.David Bogie - 15.stig
4sæti.Nik Elsmore - 14.stig
5.sæti.Neil McCance - 13.stig
6.sæti.Sebastian Ling - 8.stig
7.sæti.Daníel og Ísak - 6.stig.
8.sæti.Jonathan Sparks - 6.stig
9.sæti.David Meredith - 5.stig
10.sæti.Keith Cronin - 4.stig
11.sæti.Miles Johnston - 3.stig.
Mynd: www.hipporace.blog.is .
![]() |
Daníel og Ísak í 14. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 8.4.2008 kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.umferðin í Bresku meistarakeppninni
29.3.2008 | 22:35
2.umferðin í Bresku meistarakeppninni í rallakstri fer fram laugardaginn 5.Apríl,Íslendingarnir Daníel og Ísak keppa að sjálfsögðu í þessu ralli,strákarnir hafa sett sér skýr markmið og það er að vinna Evo-challenge keppnina sem er alveg raunhæft,ég spái því að þeir lendi í topp 5 og vinni Evo-challenge keppnina en þar keppa 14 áhafnir og allir á Mitsubishi Evo lancer bílum og margir flinkir ökumenn,auðvita þarf allt að ganga upp til að okkar menn vinni en það þarf alltaf til að ná árangri í íþróttum,þeir sýndu það í fyrstu keppninni að þeir eru gríðarlega hraðir og hafa þetta allt saman til að landa sigri,þó svo Danni hafi verið að aka nýja bílnum í fyrsta skipti í keppni var hann að taka rosalega flotta tíma þangað til bíllinn bilaði,en bíllinn mun ekki bila núna og strákarnir munu sýna allt sitt besta og uppskeran verður eftir því,allavega hef ég bullandi trú á þeim reyndar eins og margir aðrir.Heimasíða þeirra www.hipporace.blog.is .
Ég hef sett upp skoðanakönnun hér til hægri á síðunni,og spyr hvernig gengi þeirra verður í næsta ralli,sjálfsögðu eiga allir að taka þátt í henni.
Mynd: www.hipporace.blog.is.Danni og Ísak á ferð í fyrsta rallinu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsmeistarinn í góðum málum eftir fyrsta keppnisdag
28.3.2008 | 23:50
Fjórða mótið á þessu keppnistímabili á heimsmeistaramótinu í rallakstri fer fram nú um helgina í Argentínu,rallið hófst í dag og er níu sérleiðum þegar lokið,rallinu lýkur svo á sunnudag.
Heimsmeistarinn Sebastian Loeb sem ekur Citroen er með góða forustu en hann er 1,30 mín á undan öðru sætinu,Chris Atkinson sem ekur Subaru er í öðru sæti en hann er ekki nema átta sekúndum á undan liðsfélaga sínum Petter Solberg sem er þriðji.Mikko Hirvonen sem ekur Ford Focus var í forustu eftir fjórar sérleiðir en hann keyrði útaf á leið fimm og datt niður um mörg sæti og er hann 24 mínútum á eftir fyrsta sæti og á hann litla sem enga möguleika á stigasæti.
Á morgun verða eknar níu sérleiðir og lengsta leiðin er um 22.km en dagurinn á morgun er í heild um 150.km á sérleiðum.
Mynd: www.rallye-info.com ,Petter Solberg á ferð í Argentínurallinu í fyrra.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fín byrjun hjá Kristjáni
24.3.2008 | 23:05
Kristján Einar Kristjánsson keppti í sinni fyrstu Formúlu 3 keppni í Bretlandi nú um helgina.
27 ökumenn taka þátt í formúlu 3 sem skiptist í tvo flokka,alþjóðlegan flokk og landsflokk og keppir Kristján í landsflokknum,í heildarkeppninni lendi Kristján í 19.sæti en í sínum flokk náði hann 5.sæti í fyrri kappakstrinum og í seinni var hann í 6.sæti.Næsta mót fer fram í loka Apríl.
Kristján getur alveg verið sáttur með frumraun sína í formúlu 3 mótaröðinni og nú er bara að byggja ofná þessa keppni og mæta sterkur í þá næstu.Til hamingju með fína byrjun Kristján í Formúlu 3,nánari fréttir af okkar manni inn á heimasíðu hans www.theicelander.com .
Áfram Ísland.
Mynd: www.theicelander.com .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skemmtileg grein
10.3.2008 | 23:32
N1 rallýliðið birti í dag skemmtilega grein inná heimasíðu sinni www.evorally.com um íslenska rallið,Borgar Ólafsson skrifaði þessa grein en hann er aðstoðarökumaður Jóns Bjarna,þeir félagar verða auðvita í slagnum í rallinu í sumar.Ég set þessa frétt hér að neðan en endilega að kíkja á þessa flottu heimasíðu þeirra www.evorally.com .
Daniel Sigurðarson sem ásamt systur sinni Ástu en þau vorur Íslandsmeistarar 2006 og 2007 hefur ákveðið að taka þátt í Bresku meistarakeppninni þetta árið. Ísak Guðjónsson hefur farið með honum í einhverjar keppnir og einnig verður Ásta eitthvað með honum úti. Hann hefur keyptsér MMC EVO 9 enga smá græju og fyrsta keppnin á þeim bíl úti lofar góðu, ef bíllinn hefði haldist í lagi er engin spurning að hann hefði endað í góðu sæti en því miður bilaði kúpling hjá honum. Danni sannaði það þarna að hann á fullt erindi í keppninni ekki bara topp 5 heldur getur hann unnið ef allt gengur upp. Erfitt hefur verið fyrir hann að finna kostendur til að standa við bakið á honum en við vonum að það fari að ganga betur þannig að hann geti farið að einbeita sér að keppninni á fullu.
Myndir: www.motormynd.net , www.evorally.com , www.hipporace.blog.is .Þetta eru bílarnir sem ökumennirnir munu aka á í sumar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mexíkó rallinu lauk með sigri Loeb
2.3.2008 | 21:30
Heimsmeistarinn í rallakstri Frakkinn Sébastien Loeb sigraði Mexíkó rallið sem lauk í dag,þetta er þriðji sigur Loeb í röð í Mexíkórallinu,Loeb hefur nú unnið tvær keppnir af þrem sem búnar eru í heimsmeistarakeppninni en alls verða fimmtán keppnir í ár.
Ástralinn Chris Atkinson sem ekur Subaru Imprezu lendi í öðru sæti en hann endaði rúmri mínútu á eftir Loeb,þetta er besti árangur Atkinson í heimsmeistarakeppninni frá upphafi,Atkinson er nú í fjórða sæti í heildarkeppninni eftir þrjú mót með 14 stig.Finninn Jari-Matti Latvala sem vann síðustu keppni í Svíþjóð endaði í þriðja sæti í þessari keppni og var þrjátíu sekúndum á eftir öðru sætinu.
Mikko Hirvonen kláraði þessa keppni í fjórða sæti og hann endaði tveim mínútum á eftir Latvala.Hirvonen heldur forustunni í heildarkeppninni með 21 stig en hann er eini toppökumaðurinn sem hefur fengið stig í fyrstu þremur keppnunum sem búnar eru á þessu tímabili,hann hefur þó ekki enn unnið mót fengið tvisvar átta stig og nú fimm stig.
Staðan í heildarkeppninni eftir þrjú mót.
1st | ![]() | 8 | 8 | 5 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 21 |
2nd | ![]() | 10 | 0 | 10 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 20 |
3rd | ![]() | 0 | 10 | 6 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 16 |
4th | ![]() | 6 | 0 | 8 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 14 |
5th | ![]() | 3 | 6 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 9 |
6th | ![]() | 4 | 5 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 9 |
7th | ![]() | 5 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 5 |
8th | ![]() | 0 | 0 | 4 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 4 |
9th | ![]() | - | 4 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 4 |
10th | ![]() | 0 | 0 | 3 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 3 |
11th | ![]() | 0 | 3 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 3 |
12th | ![]() | 0 | 2 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
12th | ![]() | - | - | 2 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
12th | ![]() | 2 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
15th | ![]() | 1 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
15th | ![]() | - | 1 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
15th | ![]() | - | - | 1 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
Mynd: www.rallymexico.com .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndir af strákunum okkar
27.2.2008 | 18:00
Íslendingarnir Daníel og Ísak kepptu í Bresku meistarakeppninni um síðust helgi,núna eru komnar myndir úr rallinu af þeim inn á síðunni þeirra.Næsta keppni hjá þeim er svo í byrjun Apríl,ég set hér link á myndirnar www.hipporace.blog.is/album/Sunseeker2008/ ,einnig er að finna stórt og mikið myndasafn inná síðunni.
Mynd: www.hipporace.blog.is .Danni og Ísak á ferð á innanbæjarleiðinni þar sem þeir náðu þriðja besta tímanum í sínum flokki.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vonbrigði en margir ljósir punktar
25.2.2008 | 00:15
Fyrsta umferðin á þessu keppnistímabili í Bresku meistarakeppninni lauk á laugardag,meðal keppenda voru Íslendingarnir Daníel og Ísak.
Þeir óku nýrri bifreið í þessar keppni bíllinn er af gerðin Mitsubishi Lancer Evo 9,þeir munu aðallega keppa í EVO-Challenge flokknum en þar eru bara Mitsubishi bílar að keppa en auðvita keppa þeir líka í heildarkeppninni,í þessu ralli voru sextán bílar í Evo flokknum og margir mjög öflugir ökumenn.
Rallið byrjaði á föstudagkvöld með tveimur leiðum á malbiki,Danni og Ísak sýndu strax klærnar og á fyrstu leið og náðu þeir 8.besta tíma yfir heildina og 3.besta í Evo flokknum,á annarri leið sem var sú sama og fyrsta náðu þeir 16.besta tíma og 6.besta í Evo flokknum þeir voru því í 11.sæti yfir heildina og í 3.sæti í Evo keppninni eftir föstudagkvöldið sem var auðvita frábær árangur,þeir voru eins og áður sagði að aka bílnum í fyrsta skipti í keppni en þessi keppni átti að fara í það að læra á bílinn.Á fyrstu sérleið á laugardagsmorgun byrjuðu þeir félagar mjög vel og tóku 7.besta tíma yfir heildina og 2.besta í Evo flokknum.Svo þegar fjórum leiðum var lokið í rallinu voru þeir í 8.sæti yfir heildina og í 3.sæti í Evo keppninni sannarlega frábær byrjun í rallinu hjá þeim.Eftir sjö sérleiðar voru þeir staddir í 14.sæti í heildarkeppninni og í 7.sæti í Evo keppninni og ekki nema 30 sekúndum á efir fyrsta sætinu í flokknum og því bullandi slagur í gangi hjá þeim í rauninni alveg fáránlega góð byrjun hjá þeim á nýja bílnum,þetta sýnir bara hvað Danni er ofboðslega fljótur og góður ökumaður að ná svona fljót tökum á bílunum og að ná besta tíma á 6.leiðinni í Evo keppninni sýnir færni þeirra í þessu sporti,svo á áttundu sérleið fór að halla undan fæti og kúplingin bilaði í bílnum hjá þeim sannarlega grátlegt eftir öruggan og góðan akstur,þeir félagar keyrðu níundu sérleiðina en hættu keppni eftir hana enda ómögulegt að aka bílnum með engan kúplingu.
Það er nokkuð ljóst að flóðhestaliðið eins og þau kalla sig eiga miklu meira en fullt erindi þarna í Bretlandi og hafa þau vakið mikla athygli frétta og blaðamanna og áheyrenda fyrir góða framkomu og flottan akstur,það er ekki spurt heldur hvenær þau vinni Evo keppnina í ralli og þegar Danni verður búin að ná fullum tökum á bílnum þá mega þessir kallar fara að passa sig.
Eins og áður sagði þá var Ísak aðstoðarökumaður í þessari keppni en Ásta systir Danna verður sennilega aðstoðarökumaður í einhverjum röllum enda hefur hún mjög góða reynslu bæði hér heima og úti,hún var Íslandsmeistari með bróður sínum 2006 og 2007 og keppti með honum í þremur keppnum í Bretlandi í fyrra Ísak keppti líka með Danna í þremur keppnum í fyrra í Bretlandi og hann hefur margra ára reynslu úr rallinu og var Íslandsmeistari aðstoðarökumanna árið 2005 með Sigurði Braga.Danni er því ekki á flæði skeri staddur hvað aðstoðarökumenn varðar.
Ég verð að hrósa mbl.is og RÚV fyrir fréttaflutninginn af rallinu gaman að sjá að þeir skuli fjalla um þátttöku þeirra úti og vonandi verður áframhald á þessu hjá þeim.Næsta rall í Bresku keppnin fer fram fyrstu helgina í Apríl.
Mynd: www.hipporace.blog.is .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr bíll og ný heimasíða
24.2.2008 | 13:40
Jón Bjarni og Borgar sem lentu í öðru sæti á Íslandsmótinu í rallakstri í fyrra hafa fest kaup á nýrri bifreið en þeir óku Subaru Imprezu í fyrra,nýji bílinn er af gerðin Mitsubishi Lancer EVO 7 og er smíðaður í Finnlandi þetta er mjög öflugur bíll og nokkuð ljóst að þeir félagar munu slást um Íslandmeistaratitilinn í sumar ásamt nokkrum öðrum.
Þeir félagar hafa einnig opnað glæsilega heimasíðu www.evorally.com flott framtak hjá þeim,það er gaman að sjá að menn eru farnir að leggja mikinn metnað í rallið hér heima og bílarnir orðnir öflugir og glæsilegir,einnig hafa nokkrir opnað heimasíður eða blogg.Ég óska Jónba og Bogga til hamingju með nýju græjuna og síðuna.
Daníel og Ísak kepptu í sunseeker rallinu í Bretlandi um helgina,þeir urðu frá að hverfa með bilaða kúplingu eftir frábæran akstur,ég mun birta grein um rallið hér á síðunni í kvöld.
Mynd: www.evorally.com .
Íþróttir | Breytt 25.2.2008 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábær byrjun
23.2.2008 | 00:30
Það er óhætt að segja að strákarnir hafi byrjað rallið gríðarlega vel í kvöld,á fyrstu sérleiðinni tóku þeir 8.besta tíman svo á annarri leið voru þeir með 16.besta tíman þrátt fyrir að bæta tíman um 2 sek frá fyrstu ferð en sama leiðin var ekin tvisvar í kvöld á malbiki.Danni er ekki vanur að keyra í rallýi á malbiki og því koma tímarnir soldið skemmtilega á óvart í kvöld en Daníel og Ísak eru bara að sýna hvað þeir eru gríðarlega öflugir og það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim félögum á morgun og vonandi fylgja þeir eftir góðu gengi í kvöld,það er greinilegt að þeir eiga fína möguleika á að vinna EVO-Challenge keppnina í þessu ralli ef þeir halda rétt á spilunum og spennan verður óbærileg á morgun,ég verð nú bara sáttur ef þeir klára í topp 5 í Evo flokknum.Það er gaman að vita til þess að að þeir fá gríðarlegan stuðning hérna heima fyrir því mjög margir eru að fylgjast með þeim,þeir finna auðvita fyrir þessum stuðningi sem er mjög mikilvægt fyrir þá. hægt er að sjá sérleiðatíma beint hér http://www.rallyesunseeker.co.uk/PS_Results/000001/internet/raceclas.php rallið byrjar kl.8:50 í fyrramálið. Ég sendi strákunum baráttukveðjur.
Mynd: www.hipporace.blog.is .
![]() |
Daníel og Ísak gengur vel í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)