Færsluflokkur: Íþróttir
KR og Snæfell spila til úrslita
28.9.2007 | 14:23
Það verða KR og Snæfell sem mætast í úrslitum Powerade bikarsins á sunnudag kl.16:00 í Laugardalshöll.KR sigraði Skallagrím í undanúrslitum 95-70.Joshua Helm skoraði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir KR og Fannar Ólafsson skoraði 15 stig og tók 11 fráköst.Hjá Borgnesingum var Darrell Flake stigahæstur með 17 stig og 9 fráköst.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætust Snæfell og Njarðvík.Hólmarar sigruðu 85-79.Justin Shouse var mjög góður í liði Snæfells og skoraði 24 stig hitti úr 9 af 12 skotum sínum utan af velli,hann tók 8 fráköst og var með 7 stoðsendingar.Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 24 stig.Allir að mæta á úrslitaleikinn á sunnudag kl.16:00.
![]() |
Snæfell mætir KR í úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný bloggsíða
25.9.2007 | 20:55
Heimir litli bróðir er farin að blogga,endilega kíkið á síðuna hjá honum www.rally.blog.is
Liverpool vann Reading áðan 4-2,Torres var með þrennu mjög flott mörkin sem hann skoraði.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
KR og Njarðvík í undanúrslit
24.9.2007 | 20:14
8-liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar lauk í gær,Íslandsmeistarar KR spiluðu við Hamar frá Hveragerði og sigruðu KR-ingar 94-79.KR mætir Skallagrími í undanúrslitum á fimmtudag.
Njarðvík spilaði á heimavelli við bikarmeistara ÍR og sigruðu Njarðvíkingar 87-80.Það verða því Njarðvík og Snæfell sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á fimmtudag og fara báðir undanúrslitaleikir fram í Laugardalshöll.Umfjöllun um þessa leiki má finna inná www.kki.is og www.karfan.is
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verður FH meistari fjórða árið í röð
23.9.2007 | 12:46
Í dag kl.17:00 verður heil umferð í Landsbankadeild karla og þetta er næst síðasta umferð mikil spenna er á botni og á toppi deildarinnar,ef FH vinnur Val eru þeir orðnir Íslandsmeistarar fjórða árið í röð þetta verður svakalegur leikur,en það er eitthvað sem segir mér að Valsmenn vinni og standa þá með pálmann í höndunum fyrir síðustu umferðina.Það verða margir hörkuleikur í dag og koma leikirnir hér að neðan og mín spá.
FH-Valur 1-2
Fram-KR 3-1
ÍA-Víkingur 2-0
HK-Breiðablik 1-1
Fylkir-Keflavík 1-2
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vesturlandsliðin í undanúrslit
22.9.2007 | 21:50
Í dag fóru fram tveir leikir í 8-liða úrslitum í Poweradebikarnum,í Stykkishólmi unnu heimamenn Þór frá Akureyri 99-84.Sigurður Þorvaldsson átti stórleik fyrir Snæfell og var með 35 stig,hjá Þór var Cedric Isom stigahæstur með 34 stig.Í Grindavík töpuðu heimamenn fyrir Skallagrími 100-91.Hjá Grindavík var Jonathan Griffin hreint magnaður 45 stig og 15 fráköst,stigahæstir hjá Borgnesingum voru Milojica Zekovic með 28 stig og Darrell Flake var með 25 stig og 12 fráköst,hinn magnaði leikmaður Skallagríms Pálmi Sævarsson hafði hægt um sig á þeim 9 mínútum sem hann spilaði og náði ekki að skora en var með 2 fráköst.
Á morgun klárast 8-liða úrslitin,í vesturbænum tekur KR á móti Hamri kl.20:00 og Njarðvík fær ÍR í heimsókn og sá leikur hefst kl.19:15.Allir á völlinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvaða lið fellur?
21.9.2007 | 23:34
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Körfuboltinn komin á fullt
20.9.2007 | 22:00
![310726837_388160717685185185185[1] 310726837_388160717685185185185[1]](/tn/300/users/a4/ehrally/img/c_documents_and_settings_kolla_my_documents_my_pictures_310726837_388160717685185185185_1.jpg)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þátturinn í kvöld
19.9.2007 | 00:17
Þetta var ágætur leikur í kvöld hjá mínum mönnum í Liverpool,en ég hefði nú viljað öll stigin en jafntefli voru sanngjörn úrslit,þeir voru klaufar á fá þessi gulu spjöld á sig fjögur ef mig minnir rétt,ég spá því að Porto og Liverpool sem fara upp úr þessum riðli.
Svo hvet ég fólk til að horfa á Mótorsport á RÚV í kvöld(miðvikudag) kl.23:00 í þessum þætti verður fjallað um Alþjóðrallið sem fór fram 16/18 Ágúst,Birgir Þór Bragason er með umsjón yfir þessum þætti.
![]() |
Rosenborg náði jafntefli á Stamford Bridge |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég elska þetta Skagalið
18.9.2007 | 00:33
Skagamenn eru alveg magnaðir þeir gefast aldrei upp,það hefðu öll liðin í deildinni brotnað nema FH við það að lenda undir á heimavelli Vals en ekki Skagamenn rosaleg seigla í þessu liði sem er þjálfað af besta þjálfara Íslands,þegar 2 umferðir eru eftir þá eru Skagamenn enn í 3 sæti og líka ennþá í 3 sæti yfir flest mörk skoruð hver segir að ÍA spili ekki sóknarbolta,Willum þjálfari Vals sagði í viðtali eftir leik að Guðjón Þórðarson hafi tekið dómar leikins úr sambandi,ég gat nú ekki séð það,svo talaði hann um að Bjarni Guðjóns hafi fengið það sem hann vildi inn á vellinum Bjarni var tæklaður svona 10 sinnum í leiknum af Valsmönnum og tvisvar illa en aldrei fengu þeir gult spjald hefðu þeir þá ekki átt að fá einhver gul spjöld ef hann hefði átt að fá allt sem hann vildi,þetta er auðvita bara kjánalegt af þjálfara Vals að láta svona,í næstu umferð fá Skagamenn Víkinga í heimsókn.
![]() |
Valur og ÍA skildu jöfn og FH heldur toppsætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rosalegur leikur
16.9.2007 | 23:38

![]() |
Sigurkarfa Rússa á lokasekúndunum tryggði Evrópumeistaratitilinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)