Færsluflokkur: Íþróttir

Hörmulegt slys

colin_mcrae_-_1968-2007[1]Rallökumaðurinn Colin McRae lést langt fyrir aldur fram í hörmulegu þyrluslysi í gær.Rallýheimurinn hefur nú misst einn af sínum dáðustu sonum.Blessuð sé minning hans-Hvíl í friði.


mbl.is Skoskur rallkappi fórst í þyrluslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn sigur og eitt tap

Það verða Snæfell og Skallagrímur sem keppa til úrslita á Greifa og Kaupþingsmótinu í körfubolta,8 lið taka þátt í þessu móti og var þeim skipt í tvo riðla,úrslitaleikirnir fara fram á morgun en í dag lauk riðlakeppninni,mínir menn í Breiðablik spiluðu við Tindastól í morgun og sigruðu 78-74 en stólarnir spila í úrvalsdeild eftir hádegi spiluðu þeir við Snæfell og var tap staðreynd 77-65 í gær töpuðu þeir fyrir Íslandsmeisturum KR 93-82,Breiðablik spilar um 5-6 sæti við heimamenn í Þór ak kl.9:00 í fyrramálið.Það eru ekki nema 4 vikur í að Íslandsmótið hefjist í körfunni,blikarnir hafa verið að spila mikið af æfingaleikjum við úrvalsdeildarliðin og það á eftir að hjálpa liðinu í vetur,einnig tel ég liðið það sterkt að það verður slys ef við förum ekki upp í vor,áfram Breiðablik.


Greifa og Kaupþings mótið úrslit

42107447_392470416134259259259[1]Æfingamótin eru í fullum gangi þessa dagana í körfuboltanum og núna um helgina fer fram á Akureyri Greifa og Kaupþings mótið,í kvöld hófst mótið með fjórum leikjum en mótið heldur áfram á morgun,mínir menn töpuðu fyrir Íslandsmeisturum KR 92-83 Tony Cornett var stigahæstur hjá blikum með 23 stig og Loftur Einarsson var með 18 hjá KR var Joshua Helm með 22 stig,nánari fréttir og úrslit frá mótinu inn á www.thorsport.is/thorsport/?D10cID=SportNews&SportID=5

115 þjóðir í heiminum sýna frá mótinu,en ekki RÚV

Spánverjar og Rússar eru komin í undanúrslit á Evrópumótinu í körfubolta,Rússar mæta Króötum eða Litháum í undanúrslitum,og Spánverjar mæta Grikkjum eða Slóvenum,115 þjóðir sýna frá þessu Evrópumóti en ekki RÚV ég verð nú að segja að mér finnst þetta lélegt hjá RÚV þeir hefðu alveg mátt sýna frá úrslitaleikjunum en það verður ekki gert.Hvað ætli margar þjóðir sýni frá Evrópumótum eða heimsmeistaramótum í handbolta 20/30,áfram körfubolti.


mbl.is Spánverjar léku sér að Þjóðverjum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl

Er ekki alveg í lagi með þessa menn 6,4 milljarðar í sekt,það verður gaman að sjá hvað FIA gerir við alla þessa peninga,en ég er sáttur við að Alonso og Hamilton missa ekki stigin sín og þeir geta keppt til loka því annar hvor þeirra verður meistariSmile ,áfram McLaren.
mbl.is McLaren úr leik í ár og sektað um 100 milljónir dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af okkur bræðrum

IMG_8957Ég er byrjaður að setja inn myndir af okkur bræðrum,en ég og Heimir kepptum saman í rallý sumarið 2006 á Renault Clio,það var búið að vera draumur okkar lengi að keppa saman og við létum verða af því í fyrra,þetta var mjög skemmtilegt sumar hjá okkur,ég á mjög mikið af myndum af okkurSmile frá þessu sumri,ég er búin að búa til myndaalbúm Sumarið 2006,það eru komnar nokkrar myndir en ég á eftir að setja mun fleiri,njótið velWink .

Góður sigur

Góður sigur hjá strákunum í kvöld,ég komst því miður ekki á leikinn.Íslenska-liðið byrjaði illa í kvöld en þegar 2 mín voru eftir af öðrum leikhluta komust við yfir í fyrsta skipti 36-33,Austurríkismenn voru yfir í hálf 39-41,Íslenska-liðið spilaði vel í síðari hálfleik og lönuðu öruggum sigri þeim þriðja í röð í B-deild Evrópumótsins og áttundi sigurinn í síðustu níu leikjum frábært greinilegt að liðið er á réttri leið,til hamingju með góðan sigur í kvöld strákar.

Ég verð að hrósa mbl.is fyrir góða textalýsingu frábært hjá þeim,eftir Finnaleikinn hafa þeir heldur betur tekið sig á og hafa fjallað vel og mikið um landsliðið síðustu daga,einnig hefur morgunblaðið verið með góðar umfjallanir,svo er bara að vona að þeir verði jafn duglegir að fjalla um körfuna í vetur en Íslandsmótið fer af stað eftir mánuð,frábært mbl og mogginnWink.Núna er ég ekki sáttur með RÚV þeir ætla bara að sýna valda kafla úr leiknum núna rétt á eftir en ekki allan leikinnFrown.


mbl.is Íslendingar lögðu Austurríkismenn 91:77
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosaleg barátta

subaru_rally_06[1]Ef þetta er ekki barátta 0,3 sek sem skilja að fyrsta og annað sætið eftir 3 daga rallý,en hvað er málið með minn mann Petter Solberg á Subaru hann er 59 stigum á eftir Grönholm í stiga keppninni þegar Fimm keppnir eru eftir,þetta er alltof mikill munur finnst mér,en það er ljóst að baráttan verður hörð milli Marcus Grönholm sem er með 90 stig og Sébastien Loeb sem er annar með 80 stig.Næsta keppni er í byrjun október.
mbl.is Grönholm vann með 0,3 sekúndna mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær síðari hálfleikur

Íslenska-liðið spilaði mjög vel í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 49-36 Lúxemborg í vil,Páll Axel skoraði fyrstu körfu síðari hálfleiks en hann átti fínan leik 15 stig og 8 fráköst,Fannar átti einnig fínan leik 15 stig og 9 fráköst stigahæstur var Logi Gunnarsson með 21 stig góður leikur hjá honum,Íslenska liðið vann síðari hálfleikinn 53-24 frábært,ég fylgdist með leiknum á www.fibaeurope.com og hafði gaman af,næsti leikur Íslands er á miðvikudag við Austurríki í laugardalshöll það er síðasti leikur Íslands í riðlinum,með sigri lentum við í 3 sæti í riðlinum.Áfram Ísland.
mbl.is Ísland ekki í vandræðum með Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valsmótið byrjar á morgun

logo_breidablik2[1]Valsmótið í körfuboltanum byrjar á morgun og taka 10-lið taka þátt í mótinu sjö lið úr úrvalsdeildinni og 3 úr fyrstu deildinni,þetta er í 16.sinn sem Valsmenn halda þetta mót.Mitt lið í körfunni Breiðablik mæta til leiks í þetta mót,þeir spila í fyrstu deildinni í vetur en stefnan er að sjálfsögðu sett á að fara upp í úrsvalsdeildinni í vor.Einar Árni Jóhannsson tók við blikum í sumar en hann þjálfaði Njarðvík með mjög góðum árangri undanfarin þrjú ár og undir hans stjórn urðu þeir Íslandsmeistarar,bikarmeistarar og Powerademeistarar,auk þess að hreppa deildarmeistaratitilinn nú í vor og hann fór með liðið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu fyrir KR eftir rosalega baráttu,alveg greinilegt að blikar hafa náð sér í einn besta þjálfara Íslands.Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka Njarðvíkur og yngri landslið Íslands með mjög góðum árangri.Ég er með miklar væntingar til míns liðs í vetur því leikmannahópurinn er mjög sterkur.Breiðablik spila tvo leiki á morgun sá fyrri er kl.12:00 við KR svo kl.14:00 við Hamar,á sunnudag spila þeir við Þór ak kl.10:00 svo við Fjölni kl.12:00,síðasti leikurinn hjá þeim er svo úrslitaleikurinnSmile kl.16:00 en ekki vitað hvaða lið.Allar upplýsingar um mótið og úrslit má finna hér www.valur.is

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband