Fyrsti sigur Snæfells

KR-SnæfellStrákarnir úr Stykkishólmi unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu,þegar Stjörnumenn komu í heimsókn,lokatölur 101-86.Justin Shouse skoraði 25.stig fyrir heimamenn og var með 9.stoð,hjá Stjörnunni var Muhamed Taci með 30.stig.

Á Akureyri unnu KR-ingar sigur á Þórsurum 91-100.Ég veit ekki alveg hvað var í gangi í þessum leik því það voru dæmdar 60.villur.Hjá KR var Darri Hilmarsson stigahæstur með 25.stig,en hjá Þór var Cedric Isom með 30.stig og 9.fráköst.

Í Njarðvík töpuðu heimamenn fyrir grönnum sínum í Keflavík 63-78.Það er örugglega langt síðan að Njarðvík hefur skorað eins lítið á heimavelli.Stigahæstur hjá Njarðvík var Brenton Birmingham með 15.stig og Friðrik Stefánsson var með 14.stig og 13.fráköst.Bobby Walker og Tommy Johnson voru með 18.stig hvor fyrir Keflavík.

Í Grafarvogi unnu Tindastólsmenn sigur á Fjölni 91-94.Stólarnir hafa byrjað vel og unnið 3.leiki af 4.Hjá Fjölni var Drago Pavlovic stigahæstur með 26.stig,hjá stólunum voru Marcin Konarzewski og Donald Brown stigahæstir með 20.stig hvor.

Betri tölfræði er hægt að finna inn á www.kki.is undir Leikvarp,til vinstri á forsíðunni.

Mynd www.karfan.is .Snorri Örn.


mbl.is Keflavík vann Suðurnesjaslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórða umferð Iceland Express deildar karla

ICEX-deildin.Í kvöld hefst fjórða umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta með fjórum leikjum.Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15.Mótið hefur farið gríðarlega vel af stað og mæting á leiki hefur verið mjög góð.

Stórleikur kvöldsins er í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti grönnum sínum í Keflavík,bæði lið eru á toppi deildarinnar með 3.sigra í röð.Liðin mættust tvisvar á síðustu leiktíð í deildinni og vann Njarðvík báða.

Á Akureyri taka Þórsarar á móti Íslandsmeisturum KR.Þetta verður örugglega hörkuleikur því Þórsarar eru alltaf erfiðir heim að sækja,þó svo þeir hafi tapað stórt fyrir Njarðvík í síðasta heimaleik,liðin mættust ekki í deildinni á síðust leikstíð,þar sem Þórsarar eru nýliðar í deildinni.

Í Grafarvogi mætast Fjölnir og Tindastóll.Stólarnir hafa byrjað vel á þessu tímabili og eru með 2.sigra í 3.leikjum,En þeir verða sennilega án Svavars Birgissonar því hann meiddist í síðasta leik og munar um minna fyrir norðanmenn.Fjölnismenn eru örugglega ekki sáttir með sína byrjun á mótinu einn sigur í 3.leikjum.Liðin mættust tvisvar í deildinni á síðustu leiktíð og þar fór 1-1.

Í Stykkishólmi tekur Snæfell á móti nýliðum Stjörnunnar.Snæfell er eina liðið sem ekki hefur unnið leik á tímabilinu og það er eitthvað sem engin reiknaði með,þetta gæti orðið erfiður leikur hjá nýliðunum sem hafa byrjað tímabilið ágætlega.

Mín spá fyrir kvöldið.

Njarðvík-Keflavík.91-86 
Þór Ak.-KR. 77-85
Fjölnir-Tindastóll.83-78
Snæfell-Stjarnan.90-82.

 


4.sigurvegarinn á fjórum árum

HirvonenFinninn Mikko Hirvonen sigraði Japansrallið sem lauk í morgun,hann var 37 sekúndum á undan Spánverjanum Dani Sordo,Norðmaðurinn Henning Solberg sem er bróðir Petters Solberg endaði í 3.sæti.

Mikko Hirvonen er fjórði ökumaðurinn sem vinnur í Japan á fjórum árum.2006 var það Frakkinn Sébastien Loeb sem vann.2005 vann Finninn Marcus Grönholm.Svo 2004 vann Norðmaðurinn Petter Solberg.Tvö mót eru eftir í heimsmeistarakeppninni og næsta keppni fer fram á Írlandi 16/18 nóvember.

Þrjú skemmtileg video frá heimsmeistarakeppninni.

www.youtube.com/watch?v=Rfy-iblAkk4 ,þetta video er frá rallinu núna um helgina.

www.youtube.com/watch?v=eUND7KZBXYw , Japan 2006.

www.youtube.com/watch?v=v3oL8btum3E ,Grikkland 2007,njótið vel.


mbl.is Hirvonen sigraði í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband